Sameiningin - 01.07.1913, Side 9
i37
gjört það. MaSrinn í dœmisögnnni þoldi ekld freisting
þá, sem því er samfara að vera auðugr og grœða meira og
meira. Hin ríkulega uppskera fór með hann. Hann tók
ekkert tillit til þess, að dauðinn kynni að vera skammt
undan. Sá, sem hvorld tekr tillit til dauðans né eilífðar-
innar í lífsreikningi sínum, getr aldrei kallazt annað en
heimskingi. Trúaðr maðr tekr tillit til hvorstveggja. Og
því er það, að trúin — kristna trúin — tryggir mann svo
vel fyrir því í meðlætinu, að hann hnigi niðr í andvara-
lausa lífsnautn eða mammons-þjónustu, og láti það, sem
bezt er og göfugast í sálu hans, kafna—guðsmyndar-neist-
ann. — En svo kemr mótlætið. Ætla má nú víst, að allr
þorri vantrúarmanna hafi fyrir æfa-löngu veitt því þegj-
anda samþykki með trúmönnunum, að betra sé að vera
trúaðr en vantrúaðr, þá er hin dimma tíð mótlætisins er
komin, þau árin, er um er sagt: „Mér líka þau ekki.“
Aldrei hefir þess heyrzt getið, að nokkur maðr hafi á tíð
mótlætis talið sig vansælan fyrir það, að liann tryði guðs
orði, tryði á frelsarann og fyrirheit hans. Hinsvegar eru
óteljandi vitnisburðir til um það, hvílíkrar sælu menn hafi
notið í mótlæítinu fyrir það, að þeir voru trúaðir. Svo er
og til mergð vitnisburða um það, að menn, sem ekkert
sinntu guðs orði eða neinu guðlegu, meðan ekki neitt veru-
lega amaði að á æfi þeirra, og töldu trúna óþarfa eða jafn-
vel skaðlega, þráðu sárt, er kross mótlætis hafði á þá
lagzt, að þeir væri trúaðir. Enda eru þeir víst ekki fáir
—lof sé guði!—, sem auðnaðist, er lífið fór að gjörast
þeim þungbært og öldur dauðans voru teknar að velta sér
yfir þá, að beygja sig undir orð drottins, verða kristnir
menn, og eignast svo þann frið í baráttu sinni miðri, sem
heimrinn eða vantrúin fær aldrei veitt.
Fyrir sanntrúuðum kristnum manni þarf ekki að rök-
styðja það, að mesta vizka eða forsjálni sé að trúa einsog
guðs barn, en mesta heimska að lifa ekki í trúnni. Sá
maðr hefir sönnunina í eigin hjarta. Fyrir manni þeim,
sem algjörlega iiefir gefið sig vantrúnni á vald, duga
venjulega engar sannanir. Á dögum jarðneskrar holds-
vistar sinnar sannfœrði frelsari vor Jesús Kristr engan,
sem ekki vildi trúa, hvað sem hann prédikaði og hvernig
sem hann prédikaði. En á þeirri tíð voru ákaflega margir,