Sameiningin - 01.07.1913, Page 20
148
að gefa af fúsum 0g frjálsum vilja og trúarlegri lotn-
ingu fyrir guði og málefninu. Engan á áð þvinga, eng-
an ginna til að gefa. Enginn ætti heldr að gefa nema
því aðeins, að hann gefi af trú og sannfœringu. Þá er
yndi að gefa, Sá, sem gefr guðs vegna, og leggr það,
sem hann gefr, einsog þakkarfórn hjarta síns á altari
drottins með djúpri lotningu fyrir honum, finnr guðlega
gleði í því að gefa. Yerum þá ávallt vandir að virð-
ingu kirkjunnar. Höfum lotningu fyrir söfnuði Krists.
Höfum lotningu fyrir verkinu, sem vér erum að vinna
í Jesú nafni. Sé kirkjuleg starfsemi vor ekki þannig
vaxin, að vér sjálfir getum horið lotningu fyrir henni,
þá er oss mál að hætta. En ef vér trúum því, að vér
vinnum í Jesú nafni og höfum guðs málefni fram að
bera, þá berum lotningu fyrir starfinu. Og að því
skapi sem vér berum lotningu fyrir kirkjumálum vorum,
munu aðrir bera virðingu fyrir þeim og oss. Skiljum
það, að staðrinn, sem vér stöndum á, er heilög jörð,
þegar vér vinnum að kirkjumálum, og fœrum þangað af
fúsum huga. krafta vorai, eigur vorar, allt vort, með jafn-
mikilli lotningu einsog var í hjarta Mósesar, er hann
kom til guðs fjalls og stóð við hinn logandi runn.
Kæru kirkjuþingsmenn, prestar og leikmenn! Vér
erum saman komnir við „guðs fjall“, og í návist guðs
eigum vér að dvelja hér hina næstu da,ga. Logi guðs
lieilaga réttlætis brennr fyrir augum vorum. Guðs
runnr eyðist ekki, en hann eyðir öllu óhreinu og óein-
lægu, sem í námunda kemr við eldinn. I)rögum skó
vora af fótum oss og verum auðmjúkir; nálgumst stað-
inn og göngum að verkinu með heilagri lotningu.
Yér erum komnir saman í elztu kirkju þjóðflokjks
vors í álfu þessarri, því húsi, sem frumbúarnir fátœku
reistu liér frelsara sínum til dýrðar fvrir hartnær þrjá-
tíu árum. í þessu liúsi stóð vagga kirkjufélags vors
fyrst, og hér báðu feðr þess góðan guð fyrir lífi barns-
ins fyrsta sinn. Við þessa kirkju er grafinn hinn fyrsti
píslarvottr trúar vorrar í þessu landi; við hlið kirkj-
unnar er bautasteinn þess íslenzka prestsins, sem fyrstr
dó í byggðum vorum 0g hafði beinlínis lagt lífið í söl-