Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1913, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.07.1913, Blaðsíða 2
130 Ritgjörðir séra Jóns Helgasonar, prófessors, í „Isa- fold“ um nýju guðfrœðina liafa orðið til þess að opna augu sumra, líklega margra, fyrir því, að með þeim kenn- ingum sé með öllu liorfið frá megin-máli kristindómsins einsog það liggr fyrir oss í nýja testamentinu. Yinr vor Mattías Jokkumsson fagnar hástöfum í grein einni í „Lög- réttu“ (11. Júní) yfir þeirri framkomu prófessorsins, og lofar hann mjög fyrir liugrekki þá, er liann hafi sýnt með því í stöðu þeirri, sem hann er, að láta annað eins út-úr sér—, „maðr, sem á að ábyrgjast hina fyllstu menntun landsins kennimanna-stéttar/ ‘ Enginn háskóla-guðfrœð- ingr á Norðrlöndum hafi þorað að ráðast svona rösklega á friðþægingar-lærdóminn fyrr en nú loksins að íslend- ingr verði til þess að setja öxina að rótum þeirrar hégilju. Övart er Magnús heitinn Eiríksson nefndr á nafn í sömu grein. En hætt er við, að það verði til þess í hugum ein- hverra að draga heldr úr lofinu, er Mattías hellir yfir J. H. Magnús reis svo sem alkunnugt er öndverðr upp á móti lijarta kristinnar trúar engu síðr en Jón Helgason liefir gjört nú í seinni tíð og Mattías lengst-af æfinnar; en hann fékkst aldrei til þess einsog þeir að ganga í þjónustu kirkjunnar og heita því að kenna samkvæmt trúarjátning liennar; neitaði sér samvizkunnar vegna um öll kirkjuleg embættis-hlunnindi, og lifði svo alla æfina út í örbirgð og allsleysi. Til þess þurfti liugrekki, og þar er lians mikli heiðr. 1 ljósi lofsorðs þess hins drjúg-mælda, sem Mattí- as leikr á Jón Helgason, og óbeinlínis á sjálfan sig, fyrir hugrekki lians, og þeirra beggja, birtist nú heiðr Magnús- ar Eiríkssonar dásamlega skýrt. Óheppilegt var það í meira lagi, að ritstjóri „Eim- reiðarinnar“ skyldi, einsog getið var um í síðasta blaði, villast á hinum alkunnu orðum Pílatusar: „Hvað er sann- leikrf ‘ og eigna þau Kristi. En enn óheppilegra er þó það úrræði, sem gripið er til í síðasta hefti þess tímarits

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.