Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.07.1913, Qupperneq 4

Sameiningin - 01.07.1913, Qupperneq 4
132 þar sé í raun og veru ljós, fer að stefna á það, ímyndar sér, að liann sé að nálgast það, sé þá og þegar að því kom- inn, en—ljósið er á svipstundu liorfið, ellegar það sýnist komið á allt annan stað, ef til vill í alveg gagnstœða átt. Áreynslan öll og fyrirliöfnin til að ná að ljósi þessu liefir orðið til ónýtis. Ferðamaðrinn dauðþreyttr af þessum eltingarleik. Hann nær aldrei þangað, sem hann ætlaði sér—nær því aldrei, sem hann hefir verið að elta; því það var ekki annað en táldrœgt mýraljós. — Svona ímynda menn skynsemis-trúarinnar sér að trú kristinna manna sé-—ljósið dýrmæta, sem sýnir oss guð, veru hans og eig- inleika, föðurlandið á himnum, almáttkan frelsara, þann er býðr oss fyrirgefning syndanna og biðr föðurinn á himnum fyrir öllum hinum bágstöddu börnum hans hér á jörðu. Ljós kristindóms-opinberunarinnar er í augum manna þessarra ekkert annað en villuljós, — trúin kristna tómt tál, að því leyti, sem hún sýni mönnum nokkuð annað en það, er skynsemin—náttúrlegt hyggju- vit eða vísindaleg þekking—getr gjört sér grein fyrir. Brátt má nú sjá, að býsna lítið vit muni vera í þess- arri staðhœfing skynsemis-trúar-manna um það, að þeir trúi engu nema því, sem þeir skilja eða geta með skynsem- inni einni gjört sér grein fyrir. Eru þeir ekki einsog allir aðrir neyddir til að liafa margt það fyrir satt, sem þeir skilja ekki liót? Hljóta þeir ekki að hafa það fyrir satt, að þeir sjálfir sé til ?—að heimrinn sé til ? að til sé rneira að segja óendanlegr lieimr ? Og skilja þeir nokkuð í því, hvernig allt þetta er til orðið ? Skilja þeir upphaf lífsins ? Skilja þeir nokkuð í heimsvíðáttuuni eða himingeimnum ? Skilja þeir, hvernig eða hvenær öfl þau urðu til, sem ýmist framleiða líf eða lcoma með dauða í þessarri sýnilegu til- veru?—„Hugsaðu þér“-—segir spekingr einn kristinn—, „að þú værir laus við jörðina og hefðir hœfileik til að fljúga hvert sem þú vildir út-í geiminn. Hugsaðu þér, að

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.