Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1913, Page 7

Sameiningin - 01.07.1913, Page 7
i35 utan svæði skynseminnar. Yantrúin telr það lieimsku eða óvit að fara eftir nokkru öðru en skynseminni í ráð- stöfunum fyrir lífi sínu; en að dómi Jesú er það lieimska að láta skynsemina vera þar einráða. Yantrúin dregr í því sambandi fjöðr yfir það, að maðrinn liefir meðferðis og í sér það, sem heitir samvizka. En Jesús tekr í raun- inni nálega eingöngu tillit til samvizkunnar, þá er hann hirtist hér á sjónarsviði heimsins og fer að flytja almenn- ingi boðskap sinn; og það að taka ekki tillit til þess, sem samvizkan heimtar eða segir, þykir honum ömurlegt óvit, hrópleg heimska. 1 gegnum bihlíuna alla gengr guðleg yfirlýsing um það, að vantrúin sé heimska. 1 gamla testa- mentinu miðju stendr: „Heimskinginn segir í lijarta sínu: Enginn guð.“ Með þeirri yfirlýsing byrja tveir af Davíðs isálmum—sá f jórtándi og fimmtugasti og þriðji—, og framhaldið samhljóða nálega orði til orðs allt til enda í hvorumtveggja sálminum. Frá guðlegu sjónarmiði skoðað er engin heimska eins stór og þetta efsta stig allr- ar vantrúar: sú ímyndan, að enginn guð sé til. Því nær sem einliver maðr kemst þessu œðsta — eða réttara sagt dýpsta—stigi allrar vantrúar, því heimskari er hann að dómi heilagrar ritningar. Þegar nndir eins í gamla testa- mentinu er mikið talað um vizku eða vísdóm einstakra manna; og sé að gáð, verðr ljóst, að með þeim orðum er ótt við það hið sama sem vér venjulega nefnum trú—lif- andi trú á guð og hið opinberaða orð hans. Þeir menn, sem beygja hyggjuvit sitt, hjarta sitt og vilja sinn nndir það, er guð boðar eða lætr boða í orði opinberunar sinn- ar, eru vitrir menn kallaðir. Þeir, sem ekki gjöra það, eru kallaðir heimskingjar, liversu hvassan skilning sem þeir annars hafa, hversn lærðir og hversu miklir gáfumenn sem þeir kunna að vera. Hið sama gengrí gegnumnýja testamentið. Frelsarinn og postular lians staðfesta gamla testamentið í þessu atriði einsog í öllu öðru. Þeir ganga reyndar að því vísn, að vantrúin kalli sína kenning heimsku. En öllum, sem þeir eru við að tala, segja þeir, að óhætt sé í þeim skilningi að vera heimskr. Hið heimsku- lega guðs sé mönnum vitrara. „Orð krossins er“—segir Páll—„þeim heimska, er glatast, en oss, sem hólpnir verð- um, er það kraftr guðs.“ Og svo tilfœrir hann þessa

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.