Sameiningin - 01.07.1913, Qupperneq 11
139
En biskupinn engan gaum því gaf,
liinn gamli’ hafði krakizt bylgjum af
svo marg-oft á voða-vegi.
4. En annað var nú til ama þar
og angraði gamla manninn:
Hann fann það, að nú liann fangi var,
og flytja’ átti hann nm saltan mar.
Nú sá liann þess fullan sanninn.
5. En riddarinn var ei seinn á sér
og sagði við gamla manninn:
„Nú silfr og gull yðar seljið mér,
þá sannlega frelsi hljótið þér;
nú kaupum við þessu þanninn.‘ ‘
6. Hans silfr og gull var sent á skip,
liann seldi það allt af hendi.
Eitt gullnisti dýrt ei sást í svip,
er systir lians átti, minjagrip;
það hún því ei honum sendi.
7. Þá riddarinn mælti súr á svip:
„Það samir ei slíkt að bjóða.
Nú kjósið þér fljótt um frelsi’ eða grip
nú ferðbúið héðan liggr skip;
nú komið með gripinn góða.“
8. Og systirin þegar sendi það,
þótt sárt væri’ í skapið runnið.
En samt kom allt enn í sama stað,
liann síðan með lymsku-glotti kvað:
„Nú enn er ei taflið unnið.“
9. Það silfr og gull mér ónóg er,
það ætlaði’ eg meira væri.
Ef gózið í jörðum gefið þér,
þá getið þér alveg fullnœgt mér,
minn heiðraði herra kæri!‘ ‘
10. Og gózið var þegar aflient allt;
það ei mátti kosta minna.
Þá svo stendr á, er flestallt falt;
og frelsið hann dýru verði galt.