Sameiningin - 01.07.1913, Blaðsíða 12
140
Til mikils skal mikið vinna.
11. Þá riddarinn hló með sjálfum sér,
og sagði með nöprn háði:
„1 gildruna, herra! genguð þér;
nú getið þér komið heim með mér.
Og kannske’ yðr kongr náði.“
12. Sá riddari nafn með réttu har;
það rétt var að öllu leyti:
Hann ytra var bjartr ásýndar,
en úlfr í sauðargæru var.
Því bar honum Hvítfelds heiti.
Lotning.
Prédikun við kirkjuþinqs-setnina að Mountain. N.-Dak..
19. Júní 1913.
Flutt oí forseta, séra Birni B. Jónssyni.
En Móses gætti sauða Jetrós tengdaföður síns, prests
í Midíanslandi; og hann hélt fénu vestr yfir eyðimörkina
og kom til guðs fjálls, til Hóreb. Þá birtist honwn engill
drottins í eldsloga, sem lagði út-af þyrnirunni nokkrum;
og er liann gætti að, sá hann, að þyrnirunnrinn stóð i Ijós-
um loga, en brann ekki. Þá sagði Móses: Eg vil ganga
nœr og sjá þessa miklu sýn, hvað til þess kemr, að þyrni-
runnrinn brennr ekki. En er drottinn sá, að hann vék
þangað að til að skoða þetta, þá kallaði guð til hans úr
þyrnirunninum og sagði : Móses! Hann svaraði: Hér
em eg. Hann sagði: Gakk ekki hingað. Drag skó þína
af fótum þér, því sá staðr, er þú stendr á, er heilög jörð.
Þvinæst mælti hann: Eg em guð föður þíns, guð Abra-
hams, guð Isaks og guð Jakobs. Þá byrgði Móses andlit
sitt, því hann þorði ekki að líta upp-á guð.—2. Mós. 3, 1-6.
Það, sem umfram allt grípr huga vorn og heldr hon-
um föstum, er vér heyrum þessa fögru frásögu nm það,
sem fram fór við ,,guðs fjall“ forðum, er lotningin fyrir
guði. Enda grípa menn ósjálfrátt til orða þessarra:
„Drag skó þína af fótnm þér, því sá staðr, er þú stendr á,