Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1913, Side 13

Sameiningin - 01.07.1913, Side 13
I4i er lieilög jörð“, þegar menn vilja sem átaicanlegast lýsa lotningar-tilfinningn mannsins gagnvart guði og lieilag- leik hans. Frumskilyrði alls átrúnaðar og frumtónn sannrar tilbeiðslu er lotningin—lotning fyrir guði og öllu, sem lionum tilheyrir. Hjá þeirri þjóð fornaldarinnar, sem umfram aðrar þjóðir geymdi þekkingu á sönnum guði, Gyðingum, var lotningin fyrir guðdóminum óumrœðilega mikil. Kemr það í ljós í hinum helgu ritum þjóðarinnar, einkum hjá spámönnum og sálmaskáldum hennar. Svo var lotning þeirra mikil fyrir guði, að þeir dirfðust ekki að láta sjálft nafn hans fara sér um varir. Sýnishorn lotnmgarinnar er t. d. 6. kap. í spádómshók Esajasar. Spámaðrinn sér guð hinn alvalda sitjandi á háreistum og gnæfandi stóli. Umhverfis hann svífa serafar kallandi hver til annars og syngjandi þennan víxlsöng: „Heilagr, lieilagr, heilagr er drottinn allsherjar; öll jörðin er full af hans dýrð.“ Af Sálmunum er það ekki síðr augljóst, hversu lotningar- full tilbeiðslan hefir verið í Israel á hinni andlegu blóma- tíð þjóðarinnar. Menn söfnuðust þar saman til guðs- þjónustu undir slíkum sálmasöng sem þessum: „Komið, föllum fram og krjúpum niðr, beygjum kné fyrir drottni, skapara vorum; því hann er vor guð, og vér erum gæzlu- lýðr lians og sú lijörð, er hann leiðir“ (Sálm. 95). Öll náttúran söng lofsöngslag fyrir drottni á hörpu hins inn- blásna sálmaskálds: „Himnarnir segja frá guðs dýrð og festingin kunngjörir verkin lians handa. Einn dagrinD kennir öðrum þetta tal, og ein nóttin kennir annarri þessa auglýsingu“ (Sálm. 19). í nýja testamentinu er lotningin fyrir guði enn meiri en í gamla testamentinu. Þar er hún enn innilegri og hjartanlegri og kemr meir fram í verklegri mynd heldr en í skáldlegum orðum. Hvað gæti verið lotningarfyllra en bœnir frelsarans til föðursins? Ósjálfrátt drögum vér skó vora af fótum vorum, þegar vér sjáum hann hefja augu sín til liimins og segja: „Faðir! stundin er komin.‘1 Fagrt sýnishorn kristilegrar lotningar eru orð Páls post- ula í 11. kap. Rómverjabréfsins: „Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar guðs.--------Frá honum og fyrir hann og til hans eru allir hlutir. Honum sé dýrð um

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.