Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.07.1913, Síða 14

Sameiningin - 01.07.1913, Síða 14
142 aldirnar. Amen.“ 1 vitraninni miklu heyrði Jóhannes postuli sérhverja skepnu, sem er í himninum og á jörðinni og undir jörðinni og á hafinu, segja: „Honum, sem í há- sætinu sitr, og lambinu sé lofgjörðin og heiðrinn og dýrðin og kraftrinn um aldir alda.“ Svo lotningar-þrungið er allt hið heilaga trúar-orð ritningarinnar. Bergmál þessarra helgu radda heyrist hjá sérhverri kristinni þjóð, og því betr sem mennirnir þekkja guð og geyma geisla dýrðar hans í sálum sínum, því dýpri og innilegri verðr lotningin. Hún verðr þá frumtónninn á hörpu skáldanna, og frá ölturum tilbiðjandi sálna stígr liún sem reykelsis-ilmr upp-að hásæti drottins. Hin kæra þjóð vor á margt fagrt lotningarlag. í sálmabók vorri eigum vér marga dýrðlega sálma, sem knýja oss ósjálfrátt að fótskör guðs. Hve oft gengr safnaða-lýðr vor að „guðs fjalli“ undir þessum sálmasöng: „Heilagr, heilagr, heilagr allsherjar drottinn! Himinn og jörðin um tign þína og dýrð bera vottinn. Öld eftir öld Englanna þúsundaf jöld Lofar þig, lifandi drottinn!“ (Nr. 9 í sálmab.). Og hve oft leitum vér til guðs í þessarri söng-bœn: „Eg fell í auðmýkt flatr niðr Á fótskör þína, drottinn minn!“ (Nr. 276). Líka eigum vér dýrmæta lotningar-tóna frá hörpum spekinga og skálda, sem ekki teljast með sálmaskáldum. Björn Gunnlaugsson, „spekingrinn með barnshjartað“, náttúruskoðarinn þjóðkæri, gengr út-undir alstirndan nætrhimin; hjarta hans er gagntekið af lotningu fyrir „bimna-meistaranum‘ ‘ mikla, og hann kveðr: „Guð, nær himin horfi’ eg á, Sem hendr þínar gjörðu, Hvað er maðr,—hugsa’ eg þá,— Að hann þú manst á jörðu?“ Hann sér ejlíft áframhald guðlegrar dýrðar: „Ó þú tíð, sem aldrei dvín, Öllu tignarlegri. Ó guðs dýrð, er augum skín Alltaf fegri’ og fegri.“ Hann biðr um fullkomnun hennar í eilífðinni:

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.