Sameiningin - 01.07.1913, Page 16
144
ekki betr skilizt en að skortr sannrar lotningar sé nm
þetta leyti hættulegt einkenni vors eigin þjóðlífs. Eg sé
ekki betr en að það, sem hvað mest aftrar því, að vér ná-
nm tilgangi. tilveru vorrar, sé skortr á djúpri og heilagri
lotningu fyrir guði—fyrir guði í náttúrunni, fyrir guði
í opinberaninni, fyrir guði í sjálfum oss.
Það hefir margoft verið sagt, að bókmenntir þjóðar-
innar sé bezti spegill þjóðlífsins. Sérstaklega eru þau
ummæli sönn um dagblöð og tímarit. 1 þeim speglar sig
ásjóna almennings. Blöðin eru venjulega hvorki betri né
verri, hreinni né óhreinni, en almenningr, sem blöð-
in kaupir og les og sjálfr óbeinlínis gefr út og stýrir. Og
ef dœma á um hugsunarhátt og tilfinningar fólks vors eft-
ir blöðum og ritum, sem það gefr út, þá dylst ekki, að
skortr mikill er á kristilegri lotnngu fyrir guði og helgum
dómum lians. Sú þjóð, sem næma tilfinningu hefði fyrir
guðlegum efnum og djúpa lotningu fyrir því, sem heilagt
er, gæti ekki liðið það, að guðs nafn sé lagt við hégóma á
svo særandi hátt, sem oft á sér stað í blöðum vorum nær
og fjær. Hversu lítil er lotning þess fólks, sem ekki
amast neitt við því, þótt í blöðum og ritum sé talað um
lielgidóma átrúnaðarins með skopi og léttúð. Um allar
aldir og hjá öllum þjóðum hefir átrúnaðrinn, þ. e. viðleitni
mannsins til að ná sambandi við guðlegan skapara sinn,
verið álitinn heilagr; og hversu ófullkomin sem þessi við-
leitni er, á hún að allra vel siðaðra manna dómi að vera
friðhelg. Þegar um trúmál er að rœða, ætti öllum að geta
skilizt, að þá ber að draga skó sína af fótum sér, því sú
jörð er heilög. Lotningin fyrir lionum, sem trúað er á,
hversu ósamkynja sem trúarskoðanir manna kunna að
vera, ætti að útiloka alla léttúð; og hver maðr, sem eitt-
hvert orð vill leggja til þeirra mála, verðr að gjöra sér
ljóst, hver ábyrgð því er samfara. Enginn sá, sem í
hjarta sínu hefir lotningu fyrir guði, talar eða ritar ó-
virðulega um guðleg efni eða trúmál brœðra sinna. Nú
þekkjum vér þó til þess, hversu dálkar blaðanna eru stund-
um troðfullir af hégómlegum orðum um eilífðarmálin og
skopi um trú annarra manna og særandi illmælum um
það, sem öðrum mönnum er heilagt. Einsog gorkúlur á
haug spretta upp skriffinnar í öllum áttum, sem útata blöð