Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1913, Page 18

Sameiningin - 01.07.1913, Page 18
146 Menn undirbúa mál sín og fylgja þeim með allri stjórn- mála-kœnsku. Afl ræÖr úrslitum á fundum án þess nœgi- lega sé leitað atkvæðis heilags aada einsog gjört var í fyrstu kristni. Hvers vegna er einatt svo mikil sundr- ung í safnaðar-hjörðinni og óeining innan brœðrafélags- ins ? Af því meðal annars að sanna lotning vantar fyrir heilagleik kirkjunnar og hennar málefnis. Ef hver safnaðarmaðr fyndi vel til þess, að þegar hann kemr í kirkju sína á safnaðarfund, þá kemr hann til „guðs fjalls“, og þar er guð í þyrnirunninum lýsandi í hinum heilaga loga, hvort myndi liann þá ekki draga skó sína af fótum sér 0g ganga með lotningu að hinu helga starfi guðs og safnaðarins? Væri þessi lotning ríkj- andi hjá oss fyrir málefni guðs og trúar vorrar, þá myndi guðs andi leiða oss í sannleikann og gefa oss sigr í stríðinu; þá myndi ást og eining ríkja. í drottins hjörð og blessan hans fylgja oss, sem lofað hefir að vera með oss alla daga. Lotningar-skortr fyrir guði og ríki hans vor á með- al kemr enn fremr í ljós mjög ömurlega í ýmsum að- ferðum, sem menn viðliafa til að afla kirkjunni fjár 0g standa straum af fyrirtœkjum hennar. Þarsem kirkjan er háð borgaralegu ríki gjalda menn oft nauðungar- skatta, valdboðna af stjórninni, til kirkju og kristin- dóms-mála. Getr nokkuð verið til gagnstœðara anda Krists og guðs ríkis en slík kúgunargjöld og öll lög- boðin fjártillög, einnig af hálfu þeirra, sem enga trú hafa á gildi kirkjunnar, eða gagn-ólíkar trúarskoðanir hafa þeim, sem fluttar eru fyrir það fé, sem út-úr þeim er kúgað ? En í stað þessarra nauðungar-skatta ríkis- kirkjunnar koma í mörgum óháðum söfnuðum ýmsar miðr virðulegar veiðibrellur. Til heilagrar guðs kirkju er fé stundum safnað með hálfgjörðum fjárglæfra- brögðum, kaupskap og prangi. Sönn og heilög lotning fyrir guði og ríki hans þolir ekki slíka óvirðing. Þar- sem lotningin er á háu stigi fyrir kirkjunni sem ríki guðs og líkama Krists, leyfa menn sér ekki þessar aðferðir. Góðr sonr léti sér ekki sœma, hafandi sjálfr mikil efni, að sjá fyrir móður sinni á þann hátt, að taka lítið sem

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.