Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.07.1913, Side 19

Sameiningin - 01.07.1913, Side 19
147 ekki af sínu eigin, en stofna til „tombólu“ eða einbvers- konar ginnandi samkomu til að lokka með fé frá óvi'ðkomandi mönnum til að bœta úr þörfum móður sinnar. „Kirkjan er oss kristnum móðir<£ syngjum vér; en hve lítil er lotning sú, sem vér berum fyrir þeirri móður vorri, ef vér ekki fyrirverðum oss fyrir það, að: láta hana vera vor á meðal sem nauðungar-niðrsetning eða hvimleiðan vesaling. Á banadegi ba,ð Jesús þann lærisveininn, sem hann mest elskaði, fyrir móðnr sína, og upp-frá þeim degi tók lærisveinninn hana að sér* Hve fyrirlitlegt myndi oss hafa fundizt það, hefðum vér svo rekizt á það í postulasögunni síðar, að læirisvein- arnir hefði verið1 í vandræðum með að bœta úr hinum fáu jarðnesku þörfum Maríu. Hefði Jóhannes komið til Pétrs og Jakobs bróður síns einn góðan veðrdag og sagt þeim, að nú væri ekki önnur ráð en að reynt væri að efna til tombólu til arðs fyrir aumingja-Maríu, en Pétri þótt arðvænlegra að koma á „kökuskurðar-samkomu“, en Jakob lagt til, að umsvifaminnst væri að fá þær kon- urnar, Maríu Magdalenu og Jóhönnu og Salóme til að koma á „prógramm-samkomu“ og fá þá Lúkas lækni og Leví tolllieimtumann til að kapprœða þar um kvenrétt- indi, — það myndi „draga a𣠣 marga utansafnaðarmenn og gefa góðan arð. Nei. Þeir voru ekki þannig lyndir, postularnir. Þeir liöfðu meiri lotningu en svo fyrir drottni sínum og fyrirmælum hans. Fátœkir voru post- ularnir, ofsóktir og hart leiknir á allar lundir, en um Maríu, hina elskuðu og mœddu móður, sem meistarinn trúði þeim fyrir, hafa þeir séð með allri trúmennsku og lotningu. Drottinn vor Jesús Kristr hefir falið það lærisvein- um sínum að annast hag kirkju sinnar á jörðinni. Eng- inn sá lærisveinn, sem Jesús elskar, leggr kirkju hans lið af nauðung, né fer varhugaverðar krókaleiðir til að afla henni viðrværis. Það getr ekki verið nema ein réttlát hvöt til að styrkja með fjárframlögum kirkju og kristin- dóm:—kærleikr til guðs og lotning fyrir ríki hans. Og það getr ekki verið nema um eina rétta og heilaga að- ferð að rœða., þegar leggja á fé til guðs ríkis þarfa: —

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.