Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1913, Page 30

Sameiningin - 01.07.1913, Page 30
158 ffólksins fyrir þekkingu á íslenzkri tungu og bókmenntum, og séra G. ’Guttormssyni falið aö vinna aS því fram-að næsta þingi. Skýrsla var gefin um fjárhag Söngbókarinnar, og reyndist hann ■eins góðr og sanngjarnt var viö aö búast. Séra Björn B. Jónsson hóf umrœöur um „Verkefni Bandalag- anna“, en sökum of naums tíma gátu ekki oröiS eins miklar umrœSur um þaö mál, og œskilegt heföi veriö. Á undan umrœöunum sungu Arason’s systr fallegan tvísöng. Ráögjört var aö halda næsta þing í sambandi viö kirkjuþingiö aö ári á Gimli. Eftir aö þinginu var slitiö bauð Bandalag Víkr-safnaðar þeim, er á því höföu setið, til skemmtiferöar út-fyrir bœinn í bifreiöum, og er heim var komiö aftr, var kaffi veitt og isrjómi. Fyrir þessu þingi lá meira verkefni en unnt var aö komast yfir. Ekkert varð t.d. ráðgjört um útbreiðslu félagskaparins; og flest málin þyurfti að afgreiöa í meira flýti en œskilegt heföi verið. Þingin þurfa meira tíma. En úr því verör ekki bœtt á meðan þau eru í sambandi viö kirkjuþing, einsog núgildandi grundvallarlög ákveöa. Allar líkur eru til þess, að því ákvæöi verði breytt á næsta þingi, og þarf þá aö finna eitthvert fyrirkomulag til þess aö geta haft fjölsókt þing og nœgan tíma til nauðsynlegra starfsmála og uppbyggilegrar skemmtun- ar. Hugsum um það á þessu ári og rœðum þaö á fundum. Seinna mun meira veröa minnzt á málefni Bandalaganna í þessarri deild blaðsins. Kristnir þjóðhöfðingjar. Vilhjálmr II. Þýzkalands keisari er óefað einhver merkasti þjóð- höföingi, sem nú er uppi Hann er sístarfandi að velferð þjóðar sinn- ar á allar lundir. Hann hefir hvaö eftir annaö lýst yfir því, að hann .■skoði keisaratign sína helga köllun frá guði til að láta sem mest gott af sér leiða. Hann er mælskr vel, og hefir hvað eftir annaö í rœðum sínum boriö fram fagra og einarða trúarjátningu. Hér skulu tilfœrð •nokkur dœmi þess, eftir blaðinu „The Lutheran". Við stúdentana viö háskólann fræga í Bonn komst hann eitt sinn svo að orði: „Hvernig sem á oss stendr og hvert sem æfistarf vort •er, þá er líf vort einskis vert, ef það hvílir ekki á grundvelli trúarinn- ar. Því lýsi eg opinberlega yfir því hér, að eg legg allt ríkiö, alla þjóðina, sjálfan mig og heimili mitt undir krossinn og undir vernd 'hans, sem Pétr, hinn mikli postuli, sagði um: Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum, því að ekki er heldr annað nafn undir himninum, er •oss sé ætlað að verða hólpnum í, — hans, sem líka sagöi um sjálfan sig: Himinn og jörð munu líða undir lok, en mín orð munu ekki undir lok líða.“ Þegar synir keisara voru fermdir, ávarpaði hann þá á þessa leið: „Þið hafið lesið og heyrt mörg háfleyg og fögr orð eftir mikla stjórn- málamenn og skáld, sem hafa auðgað sálarlíf ykkar. Hver þýzkr ung-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.