Sameiningin - 01.10.1913, Síða 2
226
ef liugsunin eyðist öll í skraf og skrif, þá er illa með það
afl farið. Hugsunin er sterkasta aflið í lieiminum. Þa^
má eyða því, að sínu leyti einsog rafmagni, til þess
eins að gjöra liávaða, í stað þess að liafa það til verk-
legra framkvæmda. Það var hér endr fyrir löngu í einu
íslenzka byggðarlaginu, að vefið var þindarlaust að
rita, rœða og rífast um trúmál, og kvað þá einn glettinn
hagyrðingr þetta við bónda einn um sláttinn:
„Hvort hyggrðu þá ekki, höldr minn! bezt
að hætta að rífast um trúna?
Fyrir mitt leyti álít eg allt eins þarft
a)ð yrkja sér blett fyrir kúna.‘ ‘
Yér erum skáldinu sammála.
Fyrst eftir að Islendingar komu hér til lands og
fóru hver með öðrum að gefa sig í vinnumennsku hjá
innlendum verkstjórum, kvörtuðu verkstjórar undan því,
að Islendingar, sem annars væri duglegustu menn, tefði
hver fyrir öðrum með endalausum samrœðum. Þegar
menn vöndust samvinnu við hérlent fólk, sannfœrðust
menn um það, að hér eru það verk, en ekki orð, sem
g'ilda á markaðinum.
0g andleg mál eru háð sama lögmáli sem veraldleg
starfsmál. Það eru verklegar framkvæmdir, en ekki
orðaþras, sem gagnar.
Um kirkjumál vor hefir verið mikið „skrifað og
skrafað.‘ ‘ í þeim efnum höfum vér líkzt verkamönnunum
nýkomnu, sem kenna þurfti að þegja við vinnu. En
ýmislegt bendir nú á, að skraf-öldin sé bráðum liðin, en
starföldin að byrja. Þeir, sem setið liafa á síðustu
kirkjuþingum vorum, hafa ef til vill veitt því eftirtekt,
að þegar starfsmál lágu fyrir fundi, þá hafa menn ekki
drekkt málunum í fossandi mælsku-flóði, — þótt „lieiðar-
legar undantekningar“ hafi átt sér stað. Menn liáfa
gengið að málunum með rólegum starfs-liyggindum og
hrundið þeim í framkvæmd. Hin kirkjulegu félags-fyr-
irtœki vor ná ekki fram að ganga nema því aðeins, að
nœgilegt fé sé fyrir liendi. Nú hafa leikmenn vorir farið
á stað, rólegir og fáorðir, og safnað fé til framkvæmd-
anna. Starf þeirra sýnir sig nú bezt á trúboðs-sjóðun-
um, kirkjubyggingar-sjóðnum, útgáfu-sjóðnum, o. s- frv.
Stórmál vor, sem um hefir verið rœtt og ritað svo árum
skiftir, eru nú að komast í framkvæmd fyrir þá sömu
rósömu alvöru, sem gagntekið hefir marga, menn, og