Sameiningin - 01.10.1913, Page 3
227
sýnir sig', ekki í orðum, lieldr í verki. Verklegar fram-
kvæmdir voru óvenjulega miklar á trúboðs-svæðinu árið,
sem leið, og bœttust þá sex nýir söfnuðir við kirkjufé-
lagið. Starfsmanna-skortr er, en vér bíðum þolinmóðir
og vitum, að í kyrrþey eru ungir brœðr að búa sig undir
kennimannlegt starf hjá oss og koma bráðum til sög-
unnar. ,,Stóra málið“, sem margt liefir nú verið rœtt
um, þarft og óþarft, í meir en aldarfjórðung, skólamál-
ið, er komið í framkvæmd. Skólinn íslenzki og kristi-
legi byrjar nii, smár að sönnu og yfirlætislaus, en þó
á þann hátt, að vinir þess fyrirtcekis mega gjöra sér
beztu vonir um liann. Þetta lilýtr að gleðja alla, sem
þjóðrœknir eru, innan kirkjufélags og utan; og vér, sem
því trúum, að kristindómrinn eigi erindi inn-í menntalíf
ungra manna, erum glaðir og fullir vonar útaf skóla-
byrjaninni. Lengi hefir verið um það talað, að kirkju-
félag vort ætti samkvæmt köllun sinni að hafa með
höndum kristilega líknarstarfsemi. Nú er það ráðið og
fastmælum Imndið, að kirkjufélagið taki að sér að koma
upp og viðlialda liæli og heimili fyrir þurfandi gamal-
Jnenni. Eklcert kærleiksverk ætti oss að vera Jjúfara en
það, að annast um gamalt og umkomula.ust fólk af vor-
um eigin ])jóðflokk, sem ekki gæti í ellinni notið ann-
arra svipaðra hæla liér í landi, vegna málsins, sem það
þar ekki skildi. Það á það skilið, gamla fólkið, sem
sárast stríddi við frumbýlings-fátcektma, að því sé
hjúkrað sem bezt seinustu stundirnar. Þetta fyrirtœki
á að vera svo vel undirbúið fyrir næsta kirkjuþing, að
þá verði unnt að hrinda því í framkvæmd.
Það er margt, sem fyrir liggr að vinna. Guð liefir
gefið oss' fagran verkahring. Það verðr nú stefna vor,
að vinna í rósemi og traiusti að verklegum framkvæmd-
um ])eirra. mála, sem oss er trúað fyrir. Með verlcum.
en ekhi orðum, viljum vér svara þeim, er Jcrefja oss
reíkningssJcapar fyrir trú vora.
Ekki munu kennimenn vorir og málgagn kirkjufé-
lagsins þar fyrir leiða hjá sér að rœða trúmálin og guð-
frœða-stefnur þær, sem ríkja í samtíðinni. En í illdeilum
um þau efni munum vér engan þátt eiga. Ekki getum vér
búizt við, að þeim ósvífnu árásum linni, sem hatrsmenn
kirkjufélags vors liafa gjört að atvinnu sinni. En vér
eftirlátum þeim orðið einum, og geta. þeir í heyranda