Sameiningin - 01.10.1913, Page 4
228
'liljóði haldið áfram að tala við sjálfa sig Iiér eftir sein
að uhdanförnu.
„1 rósemi og trausti skal styrkr yðar vera.“ Það
orð er komið frá guði fyrir rnunn Esajasar spámanns.
Eftir Jiví orði viljum vér reyna að breyta „í lieiðri og
vanheiðri, livort sem vel er talað um oss eða illa“.
B. B. J.
-----o-----
Mesta skáldrit Islendinga í nútíð.
Sögur Jóns Trausta (Guðmundar Magnússonar)
frá Skaftáreldi eru nú allar komnar út og liggja fyrir
íslenzkum almenningi einnig hér vestra. Fyrra bindið
kom í fyrra, bið síðara nú á þessu ári. Eitstjóra blaðs
þessa var ekki lítil forvitni á að kynnast ritverki þessu,
meðfram fyrir þá sök, að söguefnið, sem höfundrinn er
þar við að eiga, er eitthvert liið stórfelldasta og alvar-
legasta í örlögum þjóðar vorrar, en meðfram af því að
megin-atburðirnir gjörast í því héraði Islands, sem öll-
um íslenzkum byggðarlögum er einkennilegra og liá-
tignarlegra — í Skaftafellssýslu miðri. Sá, sem þetta
ritar, liefir frá því snemma í œsku borið dýpstu lotning
fyrir náttúrudýrðinni þar, og liann lítr enn í huga sín-
um á liana.sem óviðjafnanlega þrátt fvrir eyðingar-
undrin ógurlegu, sem yfir þann kjálka landsins hafa
dunið.
1 fyrra vorum vér komnir á fremsta hlunn með að
rita hér í blaðið greinar-stúf um þann part af „Sögum
frá Skaftáreldi“, sem þá barst oss í liendr; því þrátt
fyrir sumt, jafnvel margt, sem oss fannst þar ófullkom-
ið og jajfnvel stór-gallað, gat oss ekki dulizt, að þjóð
vor var þar að eignast ritverk, sem lilyti að verða mörg-
um til ánœgju og aukinnar þekkingar á sögu og náttúru
íslands. Ekkert varð þó úr áformi því, enda var betra
að bíða þartil bókin öll væri út komin. Þótt fyrra bind-
ið geti virzt söguheild út-af fyrir sig, verðr þó ervitt að
kveða upn yfir því réttlátan dóm fvrr en fengizt hefir
vfirlit yfir bæði bindin saman.
Jón Trausti er afkastamaðr frábær á ritvelli. Eng-
inn Islendingr liefir spunnið út-úr iðrum sínum eins
stóran skáldsagnavef og hann. En efni sagna þeirra allra
á undan þessum, sem nú sérstaklega er um að liugsa,