Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 6

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 6
230 lega mikið af íslenzkum oflátungsskap. Fátt getr því jafn-vel verið til þess lagað að lækna þann sjúkleik þjóðlífs vors sem það, er Jón Trausti liefir gjört með þessum síðustu ritverkum sínum, þarsem hann með svo skýrum litum sýnir þjóðinni myndina af lienni sjálfri, er hún varð fyrir öðru eins skelfingar-áfalli og Skaftár- eldrinn reyndist og var nálega orðin að engu. Oss ís- lendingum öllum ætti að vera liollt að horfa á mynd þessa, til þess að einu leyti að glœða hjá oss lieilbrigða ættjarðarást, og til þess í annan stað og því samfara að binda oss fast við guð almáttugan í hreinni trú á Jesúm Krist. Ef til vill liefir enginn af hinuan miklu ritliöfund- um Breta gjört þjóð sinni og heiminum í heild sinni eins mikið gagn og Walter Seott. 1 skáldsögum hans, sem aldrei geta fyrnzt, margar, lang-flestar, standa liðnar aldir og liðnar kynslóðir úthleyptar einsog í lifanda steini. Enginn venjulegr sagnfrœðingr, liversu vel sem vera kann að sér í fornum fróðleik, getr fram leitt ann- að eins. Og aðeins fyrir sýningar slíkra rithöfunda er hugsanlegt, að saga horfinna mannsaldra fái orðið eign almennings. Allt hið fjarlæga fœrist manni nær um leið og það einsog lifnar við í þeim skáldskapar-sýningum. Liðna tíðin með hinum breytilegu manna-myndum henn- ar kemr streymandi inn-í nútíðina og rennr saman við hana til þess að bera þar margfaldan og heilsusamlegan ávöxt. 1 formála fyrra bindisins tekr höfundrinn meða,l annars þetta fram: „Sögur þær, sem hér birtast, eru auðvitað fyrst og fremst skáldskapr. Sannir atburðir eru aðeins notaðir fyrir umgjörð.“ Vér viljum snúa þessu við eftir því, er oss virðist út hafa komið hjá lionum í reyndinni. Skáldiskaprinn í bókinni er ekki það, sem þar er fyrst og fremst. Hið sannsögulega efni vegr þar mest, þótt ekki fari mjög mikið fyrir því að vöxtum. Skáldskaprinn, eða það, sem liöfundrinn mun vilja nefna svo, hugarsmíð hans, finnst oss miMu fremr umgjörð utan-um liina verulegu sögu-atburði en hið gagnstœða. Með þessu er þó engan veginn lítið gjört úr skáldskapnum í bókinni eða því, sem Jón Trausti lief- ir frá sjálfum sér eða skapanda ímyndunarafli sínu. 1 þannig löguðum sögum má það, sem aðeins er að telja ímvndanir liöfundar, aldrei bera liinn sannsögulega veru-

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.