Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.10.1913, Side 7

Sameiningin - 01.10.1913, Side 7
231 leik ofrliði. En takist liöfundi að skýra svo söguefni sitt liið verulega og varpa því Ijósi yfir það, að það Eivtist sem lifanda og að öllu óskekkt, þá fær ritverkið fullkomið skáldskapar-gildi. Megin-söguefni sitt liefir Jón Trausti iir ritum séra Jóns Steingrímssonar, sem þá einnig verðr lang-merk- asta persóna í sögum þessum, bæði í fvrra og síðara parti þeirra. Hve vel höfundrinn liefir notað sér sögu- rit séra Jóns verðr þó ekki enn séð til fullnustu, því að sumt af þeim heimildum (æfisaga sjálfs lians) er að eins til í liandriti, sem nú fyrst er verið að gefa út á prent (af Sögufélaginu í Reykjavík). En það, sem lang-bezt mun talið í fvrra bindinu, er „Eldmessan' ‘. Það er sag- an um guðsþjónustu þá liina einstaklegu, sem fram var flutt í guðshúsi Síðumanna að Kirkjubœjarklaustri, þá er eldflóðið í farvegi Skaftár fœrðist nær og nær, stefndi beint á bœ og kirkju og virtist til þess búið að eyða livorttveggja þá og þá. Við það háalvarlega tœki- fœri prédikaði séra Jón Steingrímsson svo átakanlega og batt söfnuðinn með brennandi bœn sinni svo fast við guð, að liættan, sem yfir vofði, einsog livarf öllum. Eld- flóðið stöðvaðist og einmitt þá, og naumast efaðist neinn, sem við var staddr, um, að þar hefði drottinn sjálfr framkvæmt yfirnáttúrlegt kraftaverk, nátengt við „eldmessu" þessa. Þetta allt í megin-atriðum hefir Jón Trausti úr eldriti séra Jóns Steingrímssonar sjálfs. — En sumt í því bindi liggr algjörlega fyrir utan heimild- ar-rit samtíðarmanna, og virðist mjög öfgakennt, eins- og mairgt, isem á að vera til að sýna hjátrú alþýðu á þeirri tíð. Sumt af liindrvitnunum, sem höfundrinn liefir sett þar inn-í söguna, er ónáttúrlegt og svo ógeðs- legt, að furðu gegnir. Ýmislegt, sem þar segir um Guðfinnu, eina af persónum þeim, er höfundrinn liefir skapað, er allra lakast í þeim samsetningi. Látum vera. að eittlivað sannsögulegt þeirrar tegundar lægi fyrir frá ]>eirri tíð, er hinir verulegu atburðir sagnabálks þessa gjörðust. Af fagrfrœðilegum ástœðum mætti með engu móti gefa því rúm í skáldsögn. Ekkert fullþroskað skáld leyfir sér annað eins. Svo sem við mátti búast birtist trúarlíf þjóðar vorr- ar all-skýrt í þessum skáldsögu-ritum Jóns Trausta, og einna lielzt fyrir þá sök vildum vér vekjá athygli les- enda vorra að þeim. Undir lok átjándu aldar eru að

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.