Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 8

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 8
232 verða tímamót í andlegum efmim á Islandi. Skynsem- istrú „upplýsingarinnar“ þýzku er þá farin að ná sér þar niðri, þó vissulega ekki að mun lijá öðrum en em- bættismönnum eða embættismannaefnum, sem andlega höfðu mótazt út-í Danmörku. Arið 1779 er bin gamla sálmabók íslenzku kirkjunnar, sem á alþýðumáli hét „Grallarinn“ (Graduale á latínu), í síðasta sinn gefin xit á prent (Hólum). En fjórum árum síðar gýs Skaft- áreldr upp — 1783. Næsta sálmabók, sem kirkjustjórn Islands (Geir biskup Vídalín með Magnús Stephensen á bak við sig) leggr prestum og alþýðu í liönd til notk- unar við guðsþjónustur, er „aldamóta-bókin“ svo nefnda frá 1801. Sú sálmabók ber þess skýran vott, að þá er liin nýja guðfrœði þeirrar tíðar komin til valda á ís- landi. En það var nálega eingöngu hjá heldra fólki, og' þó engan veginn lijá öllum slíkum. Islenzk alþýða liélt dauðahaldi í kristindóm sinn liinn gamla einsog þeir Hallgrímr Pétrsson og Jón Vídalín flytja hann í ,guðs- orðabókum sínum langt fram-yfir þau aldamót. Þetta hefir Jón Trausti ekki nógu vel skilið. Hann lætr stefnubreyting Islendinga í trúarefnum um þau tíma- mót verða langtum of snögg, svo snögg, að jafnvel séra Jón Steingrímsson, aðal-sögulietjan, sem vitanlega var alheill í kristindómi sínum — kristindómi heilagrar ritn- ingar — allt til æfiloka, verðr að nokkru leyti lijá hon- um annar maðr í seinna parti skáldsögunnar en í fyrra partinum. — „Þetta er fögr lífsskoðun og góðum dreng samboðin“ — lætr liann (á bls. 246 í síðara bindi) séra Jón Steingrímsson segja við Gísla á Geirlandi, sem í skyn- semistrú sinni hafði svo eindregið mótmælt kenning guðs orðs um bœnina. Bæði var nú það, að svo langt var þýzka vantrúin vissulega ekki komin lijá íslenzkum al- þýðumönnum á þeim tíma, og annað það fjarri öllum lík- indum, að séra Jón væri þá tekinn að beygja svo mjög af trúarlega, að hann lýsti lotning sinni fyrir öðrum eins boðskap. í ofanálag er það, að orðið „Iífsskoðan“, sem höfundrinn leggr séra J. St. í munn, var víst ekki til á vörum nokkurs Islendings fyrr en að minnsta kosti hundrað árum síðar — ef til viíl fyrst lijá oss Vestr- Islendingum. Svo sem að framan er að vikið ber langtum meir á hjátrú í fyrra bindinu en góðu hófi gegnir; en í síðara bindinu má segja að vantrú eða eitthvað í þá átt hafi

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.