Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 10
234
ekki, er smekklevsai í skáldsögu. Og þó ev skárra að
liöfundr sjálfr komi með slíkt í eigin nafni en að leggja
það í munn sögumönnum sínum, einsog liin tilfœrðu um-
mæli séra Jóns Steingrímssonar úr samrœSu þeirra
Gísla.
Jón Trausti gjörir mikiS, og að vorri ætlan langtum
of mikiS, af því, að rekja hugsanir þeirra, er liann hef-
ir leitt fram á sjónarsviðið, svo að nálega verða úr því
hjá honum heilar opinberunar-bœkr. Slíkt hið sama,
hafa mörg söguskáld annarra þjóða, og sum þeirra í
fremri röð, gjört á undan honum; en svo langt fer hann
þó þar, að þetta má telja eitt af sérkennum lians. Hve
ólík sú mærð því, livernig þeir, sem fornsögur vorar
hinar íslenzku hafa fœrt í letr, fara aS því að sýna
söguhetjur sínar! Hví ekki fyrir annan eins mann og
Jón Traiusti er að laga söguritan sína í þessu efni eftir
þeim fyrirmyndum? Dœmi, eitt af nærri því óteljandi,
er þetta, þar sem hann (á bls. 149 o. s. frv. í II.) lætr
séra Jón St. andvökunótt eina, hugsjúkan og niðrbrot-
inn, vera, að tala við sjálfan sig um dauðann. rSTei, dauð-
inn er a,S tala við liann:
----„Nú ertn dauðr, hróið mitt! Svona er nú dauðinn. hetta er
það, sem þú hélst að vœri eitt fótmál inn-í dýrðina til guðs. A morg-
un verðrðu lagðr til og þér veittar nábjargirnar. Þú getr ekkert hreyft
þig, ekkert sagt, ekki svo mikið scm deplað augunum. Eg sé um það.
Ini ert rœkilega bundinn. Svo verðrðu látinn í kistu og sungið yfir
þér með mestu virktum á meðan þii crt kviksettr. I gröfinni liggrðu
einsog þú liggr hér, heyrir og f innr og hugsar, en getr enga björg
þér veitt. /> ar ráðast ormarnir á þig, milíónir af örsmáum nagandi
dýrum. l>tí finnr einsog hœgan kláða um allan kroppinn á meðan
þú ert að drafna niðr. En\ þú liggr kyrr og getr ekki sofnað. Á'
meðan heilinn í þér er ekki etinn upp til agnar, getrðu ekki sofnað.
Nei, hróið mitt! það verðr ekki að þessu sinni, ekki í nótt. Eg á
eftir að leika betr við þig. h ú veist, hvernig nýrun í þér eru, Þar
á cg heima. Taug fyrir taug œtla eg að toga þig sicndr. í dropatali
œtla cg að sjúga úr þér blóðið, áðr en eg legg þig til, lifandi, og læt
kviksetja þig. Það tjáir ekki að að kalla til guðs. Hann býr þarna
langt, langt uppi í blámanum, bak við alla þcssa rcginhamra af skýj-
um. Hann hcfir yfirgefið þig og sent mig í sinn stað. bað cr undir
mér komið, hvenœr þið fáið að sjást."
Hefði séra Jón Steingrímsson fengið delirium
tremens — drykkjuskaparceSi —, þá kynni hann að hafa
hugsað eitthvaS þessu líkt; en slíkt kemr ekki til mála.
Sárar geta hryggSar-hugsanir kristins rnanns orðið, er