Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 17

Sameiningin - 01.10.1913, Síða 17
241 ervitt gangi? Ekki öfunda eg þann, sem slíkt gjörir.. Ekki vildi eg liafa liann fyrir félaga við neina starfrœkslu,. sem eg kynni að hafa með höndum. Því verð eg, einsog eg sagði, að ganga við hlið bróður míns, og hjálpa lionum, ef eg get, yfir torfœrurnar. Ef' liann er veikr, brotlegr, þekkingarlítill, verð eg að muna eftir því, hve miklu veikari, brotlegri, þekkingarminni eg’- er frammi fyrir meistaranum, sem eg þykist þjóna; því bróðir minn þekkir ef til vill ekki snörurnar, sem mannfé- lagið — og eg með — hefir lagt fyrir hann og flœkt hann í; en vér, sem vitum og leggjum þær þó, berum ábyrgð fyrir guði. Örbirgð er ekki glœpr. Örbirgð getr verið blessun, en eymdarspiling óþverrahœla í stórborgum er ekki bless- un; hún er bölvan og g'lœpr, glœpr þeirra, sem leyfa þessu: að viðgangast. Það er engu síðr kristileg skylda en borg- araleg skylda, að berjast á móti þeirri eymd með því að leitast við að koma á fót betri heimilum, betri skóluin, og góðum leikvöllum fyrir börn, þarsem hið göfuga á kost á að vaxa án þess það sé jafnóðum dregið niðr-í saurinn. Maðr, sem getr setið með rósemi í kirkju sinni og stungið upp-í eyru sér til þess að lieyra ekki vein barna, er þrælka í verksmiðjum meðan þau ætti að vera úti að leika sér, — hann er ekki kristinn, og hann er jafnvel hættr að vera maðr. Sál lians þekkir ekki miskunn. Og liann svíkr föðurland sitt; því dýrmætari en auðr skóga, fjalla og akra eru landinu mannsefnin í börnunum, sem verið er að gjöra út-af við með slíkum þrældómi. Börnin, ungling- arnir, eru auðr landsins, lýðveldið sjálft á ókominni tíð. Látum vera, að bróðir minn sé vanþakklátr; en er eg þá sjálfr svo fullkominn? Tólf drengir voru í húsi föður míns og, eftir því sem eg man, vorum vér oftast að fljúg- ast á og deila; engu að síðr þótti oss þó vænt hverjum um annan. 0g þessum bróður lærist að þykja vænt um þig, er hann kemst að raun um, að þú ert vinr hans og finnr ekki til þess, að þú niðrlægir þig með því að liðsinna hon- um. Kondu til náunga þíns einsog til bróður, með eng- um þeim merkjum á þér, að þú með því sért að niðrlægja þig; annars skaltu ekkert við það eiga að heimsœkja hann. Má vera, að hann hafi ekki sömu trú sem eg. Það veldr oft vantrausti hjá báðum hlutaðeigendum. En hvað um

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.