Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 19

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 19
243 inn nema vefarinn mikli, sá sem ræðr og stjórnar vefstól þeim, er felr í sér alla hina rásandi veraldar-hnetti, þekkir vefinn til hlítar og veit nm tilgang hans. ------o------ SAGA IiRŒF)KA-SAFlVA9AR f AGRIPI. I letr t'œrð og lesin upp al' hr. Jóhannl Briem þá er kirkjan (,.við Fljótið“) var vígð sunnutl. 14. Sept.. síðastl. Ætíazt er til, aö saga BrœSra-safnatíar sé sögö i sambandi viö vígslu kirkju safnaöarins. Ætlazt er einnig til, aö sú saga sé í stuttu máli. Margt hefir þó drifið á daga þessa safnaðar þann hálfa fjóröá tug ára, sem hann hefir lifað, þótt fátœkr hafi verið og fámennr. Fá 'orð uni starf hans verða því mjög ónákvæm. Engu að síðr vil eg myndast við að skýra frá fáeinum viðburðum og atvikum í sögu hans; að það verð'i þau helztu er álitamál. Broeðra-söfnuðr myndaðist árið 1877, ásamt nokkrum öðrum ■söfnuðum í Nýja Islandi. Söfnuðrinn sendi, ásamt hinum söfnuðun- nm, séra Jóni Bjarnasyni, er þá var í Minneapolis, áskorunarbréf að takast á hendr prestsStörf hjá þeim. Tók hann köllun þeirri, og kom til safnaðanna í Nóvember sama ár. Söfnuðum þessum þjónaði hann þartil á áliðnum vetri 1880. Þá flutti hann sig til íslands. Áðr en Tiann fór vígði hann til prests cand. theol. Halldór Briem. Tók séra Halldór við áð þjóna söfnuðum þeim, sem séra J. Bj. hafði þjónað. Séra Halldór hvarf bnrt frá söfnuðum sínum í Marz 1881. Brœðra- söfnuör var þá prestlaus í nokkur ár. Engu að síðr var söfnuðrinn starfandi á þeim árum. Hann kom sér upp húsi, til fundahalda, húslestra, barnasköla; i húsi því skyldi opinberar guðsþjónustur fara fram, ef prestr íengist, sem söfnuðinum var mikið áhugamál. Hús þetta var einhver myndarlegasta bygging í þá daga. Var kirkjuþing haldið i því 1890. Hafði söfnuðrinn flesta meðlimi það ár 102, en fæstir hafa þe'ir verið um 50. Barnaskóla stofnaði söfnuðrinn einnig á. þeim árunt; þar var kermdr kristindómr og lestr. Enn fremr hafði hann írœðsluskóla, er svo var nefndr, þrjá vetrar-parta. í þeim skóla var kennd enska, skrift og reikningr. Kennarar voru fengnir að. Kostað var til þeirrar kennslu frá $25 til $75 á hverju tímabili. Vetrinn 1887 bauðst söfnuðinum séra Magnús J. Skaftason í Hvammi í Laxárdal í Skagafjarðarsýslu. Boð hans var þegið, og kom hann til safnaðarins næsta sumar. Á safnaðarfundi 28. Marz 1891 kom sú nýung fyrir, að prestr safnaðarins var sakaðr um að hafa brugðizt kenning þeirri, er hann hafði undirgengizt að flytja, og var út-af því gjörð sú safnaðar-samþykkt með 35 atkvæðum gegn 6, að prestinum skyldi þá þegar sagt upp þjónustu hans. Tóku ýmsir sér nærri fráhvarf prests, og það að þurfa að láta hann fara, því hann var maðr vinsæll. Enn var þá söfnuðrinn orðinn prestlaus og undi því illa. Loks bœttist þó úr prestleysinu, því sumarið 1894 kom séra Oddr V. Gísla- son frá íslandi, til að þjórra Brœðra-söfnuði, ásamt fleiri söfnuðum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.