Sameiningin - 01.10.1913, Síða 20
244
Hann þjónaöi söfnuSinum um nokkur ár. Á þeim árum gekk fjár-
söfnun mjög tregt, og leiddi þaö til þess, aS safnaSarhúsiÖ var selt
fyrir minna en hálfviröi, til launa handa presti, og hrökk þó ekki till
Af því leiddi enn fremr þaö, aö prestr sagöi upp þjónustu sinni og'
flutti úr byggSarlaginu. Jókst vandinn og vandræöin enn meir err
áör, því nú var söfnuörinn ekki einungis prestlaus, heldr og húslaus
fyrir guösþjónustur. Úr prestleysinu bœttist von bráSar viS þaö,
er séra Rúnólfr Marteinsson tók viö þjónustu í söfnuöinum 1901 á-
samt fleiri söfnuöum Nýja íslands.
Með nýjum og ungum presti var sem nýtt fjör kœmi í Brœðra-
söfnuö, og var þá farið aS hugsa alvarlega til kirkjubyggingar. Ungir
og gamlir, sem verkfœrir voru, fóru svo með axir sínar og sagir, uxa
sína og sleöa, út-í skóga, til aö afla kirkjuviðar. Var viör sá síðan>
sagaðr í mylnu. En sem von var reyndist viörinn ónógr í kirkju. Á
tímabilinu, sem leið áSr en viöar-viöbót fékkst, var þvínær öllum
viönum eytt til ýmsra þarfa. Aö nýju var þá lagt á staö í efnis-
útvegur: Grjóti og viö var safnað, og peningum í krafti. Árangrinn‘
af því áhlaupi á örSugleikana er kirkja sú, er nú vígist. Eftir stutta
dvöl hjá BrœSra-söfnuöi varð séra Rúnólfr aö segja söfnuðinum upp.
þjónustu; heilsa hans leyföi ekki, aö hann þjónaöi jafn-öröugu
prestakalli og allt Nýja ísland er. Þá var Brœðra-söfnuSr enn prest-
laus í nokkur ár. Á þeim árum veittust söfnuöinum þó guSsþjónust-
ur og önnur prestsstörf, því parta úr sumrunum i905-’6-’7 sendi'
kirkjufélagiS hingaö aö ósk safnaðarins, guðfrœöa-nemanda Jóhann
Bjarnason. SumariS 1908, 17. Maí, vígöi þáverandi fbrseti kirkju-
félagsins hann, skömmu eftir þaö er hann hafði lokið námi, til prests-
í kirkju safnaðar þessa, þótt reyndar væri hún þá ekki fullgjör.
Hefir séra Jóhann Bjarnason veriö prestr þessa safnaöar síðan.
Á prestleysis-árum safnaSarins vitjuöu þessir prestar hans, fluttui
hér guösþjónustur og unnu önnur prestsstörf: séra Jón Bjarnason,
séra Björn B. Jónsson, séra Jónas A. Sigurðsson, séra Hafsteinn
Pétrsson og séra FriSrik J. Bergmann.
Yfirsmiör kirkjunnar var herra Trausti- Vigfússon. Eeysti hann
það verk mjög vel af hendi; húsiö er einkar snotr sveitakirkja, og
traustbvggö í bezta lagi.
Ekki verðr annaS sagt en aö hagr safnaðarins standi fremr vel.
Auk kirkjunnar meö öllu, sem henni heyrir til, á hann tvær ekrur af
verðmætu landi, þarsem hún er, og grafreit, eina ekru; sú ekra er
mæld og girt; Eiríkr Eymundsson gaf hana af landi sínu. Kirkjan
meö öllu tilheyrandi hefir kostaS rúmlega $3,000. Sé' á það litið, hve
fámennr söfnuörinn er, svo og þaö, hvað hann hefir þurft aö láta af
hendi til prestslauna og annarra kirkjulegra þarfa, fá síðastliðin ár,
þá er það ekki ómyndarlegt verk, sem hann hefir afkastaö. En söfn-
uörinn hefir ekki staöiö einn uppi í baráttunni: kvenfélag safnaðarins
hefir gefiö honum hverja stórgjöfina af annarri. Þegar byrjað var
fyrir alvöru á kirkjubyggingunni, gaf það honum $150 í. peningum