Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 23

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 23
247 Jesú-tilbeiðslan hefir veriö sérkenni á öllum hinum dýrölegustui guösmönnum, konum og körlum, á öllum öldum, meöal allra stétta og í öllurn kirkjudeildum. Hinir dauölegu menn hafa litið þetta undr kærleikans úr fjarska og öðlazt líf viö það. Deyjandi ræninginn. kom auga á það, kom auga á hinn krossfesta guð og dó í fullri vissu um hlutdeild í ríki lífsins. Páll postuli sá það, meöan hann var að berjast á móti því, og það gagntók hann svo, aö hann upp-frá því varö- hinn mikli stríðsmaðr Jesú hins krossfesta og vildi ekkert vita sér til sáluhjálpar nema Krist og hann krossfestan. — — — — • Þeir, sem á umliðnum öldum hafa viljað draga úr guð- dómseðli og tign Jesú Krists, hafa þeir framleitt mikið af dýrðlegum lofsöngvum? Hafa þeir verið framkvæmdarmennirnir í kristilegri starfsemi? Hafa þeir farið kristniboðsferðir til heiðingja og fórn- að lífi sínu fyrir guð ? Nei, lítil þekki eg dœmi þess. Oft hafa þeir verið stofulærðir menn, sem voru að ‘spekúlera’ og grufla og mátu meir sínar eigin getgátur en orð guðs. Svo hefir mér virzt. Hver blessar nú minning þeirra af trúuðu fólki í heiminum ? Blessar nokk- ur Abelard? Blessar nokkur Túbingen-skólann og rnenn hans? Hver blessar minning Strauss, eða Renan’s, Voltaire’s eða Ritschl’s? Blessar nokkur minning skynsemistrúarmannanna gömlu, eða starf- semi Brandesar? Eg hefi aldrei heyrt neinn gjöra það; eg hefi aldr- ei heldr lesið urn það. Eg hefi séð þá hafna upp-til skýjanna af meðhaldsmönnum þeirra, en engan trúaðan mann veit eg, sem hefir sagt: „Eg lofa guð fyrir líf og starf þessarra manna; þeir hafa fœrt mig nær frelsara mínum.“ En hundruð þúsunda lofa guð fyrir líf og starf hinna trúföstu sannleiksvotta, sein héldu fast við trúna á guðdóm Jesú Krists og voru fylltir og knúðir fram af kærleik hans. Þúsundir lofa guð fyrir Spurgeon, fyrir William Booth, fyrir Vil- helm Beck, fyrir Hallgr'un Pétrsson o. m. fl. Allir tilbáðu þeir Krist, beygðu sig fyrir guðdómi hans og trúðu á frelsanda kraft blóðs hans. Og hið mikla frelsisverk Jesú Krists skein svo fyrir þeim, að' þeir voru gagnteknir af því — og þó horfðu þeir á það úr fjarska. En hvað nú, er þeir hafa i nánd fengið að líta dýrð guðs sonar og fá að sjá hann einsog hann er? Og þú, kæri bróðir eða systir ! hefir þú séð þetta verk guðs svo,. að þú getir í sannleika verið með i þeim mikla lofsöng? Hefir þú litið inn-í hin brestandi augu guðs sonar á krossinum og séð í þeim hið eilífa frelsisverk hins krossfesta, sem er guð yfir öllu, blessaðr umi allar aldir? Hefir þú gefið honum hjarta þitt og lært að tilbiðja hann sem guð þinn og frelsara? Hans blóði er þó úthellt fyrir þig; hann dó fyrir þig; hann bar þó þína synd. Hann kallar á þig nú! Rís upp og tilbið hann og játaðu svo fyrir öllum heimi: Jesús er guð; hann er eilífr, allsstaðar nálægr guð. Honum sé dýrð og vegsemd með guði föður í heilögum anda. Amen! Myndirnar af kirkjunum nývígðu í Breiðuvík' og við ísl.fljót: bíða næsta blaðs; einnig ágrip af sögu Brœðra-safnaðar.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.