Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 28

Sameiningin - 01.10.1913, Qupperneq 28
252 sálmanna, sem allir kannast við, orkti hann 26 sálma út-af LofkvæSi Salómons, sem prentaðir eru á Hólum 1778 og þykja vel kveðnir. Og margt orkti hann fleira af andlegum ljóSum.“ FYRIR UNGA FÓLKIÐ- Deild þessa annast séra Friðrik Hallgiánisson. Heimilin og móðunnálið. Margir hafa verið að leika sér að því að ráða gátuna í Ágúst- blaðinu. Eitt svarið kom til mín úr þeirri átt, sem eg hafði sízt búizt við,—frá sveissneskum manni. Hann heitir Jacob Thoni, er bóndi og' á heima í Addy, Wash. Hann segist vera að læra íslenzku af kærleika til tungumálsins, og vonast til að verða með tímanum fœr um að rita hana. Og bréf sitt endar hann á þessa leið: ,,Eg vona og óska, að íslendingar meti tungu sína einsog hún á skilið og leggi rœkt viff: hana á heimilum sínum." Eg vildi, að sú ósk gæti komizt inn-í hjarta hvers einasta Vestr- íslendings. íslenzkuna þurfum vér að varðveita. Þrjár auðskildar ástœður vil eg benda í því sambandi. Eyrst og fremst er menntun í því að kunna vel jafn-fagrt tungumál og íslenzkan er, og eiga með því aðgang að þeim bókmennta-fjársjóðum, fornum og nýjmn, sem ísland á. — Enn fremr er tungumálið nauðsynlegr sambandsliðr milli íslend- inga austan hafs og vestan, til þess þeir geti vitað hvorir um annarra hagi og haft áhrif til góðs hvorir á aðra. — Og loks þurfúm vér að varðveita íslenzkuna vegna kirkjulega starfsins; svo lengi sem íslend- ingar flytjast til heimsálfu þessarrar, er það heilög skylda vor að leit- ast við að fullnœgja trúarþörf þeirra sem bezt, en þaö getum vér ekki nema því aðeins að vér getum boðið þeim með oss í kirkjulegan fé- lagskap, þarsem fagnaðarerindið er boðað á móðurmáli þeirra. Já, íslenzkuna þurfum vér að varðveita. En til þess að það getr orðið þarf að leggja rœkt við hana á heimilunum; annars deyr hún út hér áðr en langt líðr. — Mér er það minnisstœtt, hve ónotalega það kom við mig og hve bjálfalegt mér farmst það, þegar eg heyrði einu sinni íslenzka konu hér vestan hafs, sem var sannarlega ekki of vel að sér í ensku, vera að rembast við að tala bjagaða ensku við börnin sín. Henni hefir líklega þótt það „fínna“; smekkrinn er mis- jafn. — Sumir, sem tala ensku við börnin sín, bera það fyrir, að þau þurfi fyrst og fremst að verða vel að sér í tungu þessa lands, til þess að geta notið sín sem bezt hér í starfslífinu. En í því efni er öllu óhætt; skólarnir, strætin, leikvellirnir sjá um það, að þau verði fullfœr í þeirri tungu, þó að þau heyri aldrei eittorð af

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.