Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 29

Sameiningin - 01.10.1913, Blaðsíða 29
253 Tienni heima hjá sér. — Á sumum heimilum kunna eldri börnin allvel íslenzku, en yngri börnin lítiö sem ekkert; þaö sýnir, hvert stefnir, ef •ekki er tekiö í taumana. — Foreldrar þurfa aö tala íslenzku viö börn- in sín, og unga fólkiö viö yngri systkini sín; þaö er þjóðrœknisskylda; •og það er velgjörö viö ungu kynslóðina. Eg hefi oft kennt í brjósti um efnilega unglinga, sem hafa kvartað um þaö, að þeir ætti ervitt með að koma orðum að hugsunum sínum á íslenzku; en það er ekki 'þeim að kenna, heldr heimilum þeirra. Nú tekr kirkjufélags-skólinn til starfa í haust. Eitt af ætlunar- verkum hans er það, að hlynna að varðveizlu íslenzkunnar hér vestan hafs. Þar býðst mörgum foreldrum hjálp til þess að bœta aö nokkru leyti úr því, sem vanrœkt hefir verið. Sá skóli ætti að verða vel sóktr. En hann nær ekki tilgangi sínum nema því aðeins, að hann mjóti stuðnings og samvinnu heimilanna. Heimilið er fyrsti skólinn. Þar læra börnin að tala. Og þar íetti þau fyrst og fremst aö læra að tala móðurmál sitt. Guð gefi Tieimilunum vestr-íslenzku að þekkja í því efni köllun sína. Grafa eftir eplum. Eg las nýlega stutta sögu með þessarri fyrirsögn eftir prestinn merka, Charles Wagner, höfund bókarinnar „Einfalt líf“. Sagan er á. þessa leið: Maðr var að keppast við aö grafa holu i jörðina; holan var orðin ■utn fet á dýpt, og hann var að dýpka hana enn meir. Börn voru að leika sér þar nálægt; þau voru forvitin að eðlisfari, og þau konui til mannsins og spurðu hann: „Eftir hverju ert þú að grafa?“ „Eftir eplum“—svaraði hann. Allr barnahóprinn rak upp skelli-hlátr. „Hann er að grafa eftir •eplum! Hafið þiö nokkurn tíma heyrt annað eins? Epli niðrí jörð- inni! Hann á víst við kartöflur!—En epli, epli! Nei, það er ó- mögulegt annað en hlæja að þvi! Ha, ha, ha!“ „Sjáið þið ekki, að hann er að hlæja að okkr?“—sagði eitt barn- ið, sem var í greindara lagi. „Við skuluni fara og lofa honum að cíga sig með eplin sín.“ „Er eg að hlæja að ykkr?“—sagði maðrinn. „Það er langt frá því, börnin góð! Það, sem eg er að segja ykkr, er hreinn og beinn sannleikr, en hvorki glettni né vitleysa. Eg er að grafa þessa holu til þess að fá epli, og ef þið viljið bíða við svolitla stund, þá munuð ])ið skilja það.“ „Við skulum þá bíða og sjá, hvaða eplategund það verðr, sem hann grefr upp“—sögðu börnin. Þegar maðrinn hafði tekið upp enn nokkrar rekur af mold, og áleit holuna nógu djúpa, hellti hann í hana úr körfu góðri frjómold og fór svo og sðkti dálítið tré, sem hann gróðrsetti vandlega í hol- unni; en börnin horfðu á með mestu athygli. Þegar liann hafði lokið þessu, sneri hann sér að þeim og sagði:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.