Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 5
101 En ranglátt er það, að hrópá hátt um skrípamynd- ina, en láta sjálfrar myndarinnar að eng'u getið. En svo er þó fyrir að þakka, að sönn og fögur guðsmynd er fyrir augum allra sjáandi manna nú á þessarri voða- tíð og í stríðinu sjálfu. Það er ekki haft í liámælum, eins og' þegar þýzki presturinn breytir faðir-vori í höl bæn, þó prestar og' líknarbræður og hjúkrunarsystur svo tugum hundraða skiftir leggi lífið í hættu til að hjúkra og hugga, bæði á vígvöllunum og í sjúkrahúsun- um. Er það þó mál sannast, að aðal ljósgeislarnir í myrkrinu, sem nú grúfir yfir þjóðunum, eru ljósgeisl- arnir af Kristsmyndinni, sem enn er helg og lirein í trúuðum lijörtum margra manna. 0g það er Krists- myndin sú, guðshugmyndin sú, sem hvarvetna knýr fram líkn og hjálp, sendir mat og drykk til þeirra, sem hungra og þyrstir, smyrsl til að smyrja sárin, umbúðir um benjarnar, og boðskap frelsunar og fyrirgefningar til deyjandi manna. Og um löndin öll stíga heitar og bljúgar bænir nótt og dag upp til Giuðs, hins eilífa kær- leika, um frið á jörð og líkn til handa blindum og trylt- um þjóðunum; og það skal sannast, að guðshugmyndin sú heldur velli. A öðrum stað í blaðinu er stutt en merkileg ritgerð eftir þjóðskáldið Matth. Joeliumsson. Kitgerðin er tek- in rrr “Nýju Kirkjublaði”. Oss virtist þessi trúarjátn- ing skáldsins eftirtektarverð margra hluta vegna, og vildum benda lesendum vorum á hana. Hreinskilnin, sem þar kemur í ljós í hverri línu, er allrar virðingar verð. Gramall er höfundurinn nú orðinrr og talar af mik- illi þekkingu. “Stríðið við sorg og darrða” stendrrr hon- rrnr nærri. Margt hefir lrann kveðið hjartnæmt urn sorgina, og lræst og þíðast lrafa tónar hörpu hans ómað í skrrgga dauðans. Oft hefir séra Matthías hrygt vini sína með því, senr hann hefir til trúmála lagt í óbundnu nráli, en ávalt

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.