Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 19
115
En livaða augum, sem menn líta á það, sem vér eig-
um, livort sem þeir telja það meðal hins bezta, er þjóðir
■eiga, eða skipa því sæti meðal hins allra-lélegasta, þá er
það víst, að vér eigum eitthvað, og að oss liefir ekki
verið gefið það til að troða það niður í saurinn.
Sérhverjum manni, sem fæðist í þennan lieim, liefir
verið gefinn blettur, sem hann á að plægja og herfa, sem
liann á að sá í, sem hann á að verja illgresi, og þar sem
hann á að hlynna að jurtunum á allan hátt, svo garður-
inn verði sem fegurstur. Þessi garður er maðurinn
sjálfur. En eitt þýðingarmesta atriði í sambandi við
garðinn, er járðvegurinn, og mikill hluti af jarðveginum
er þjóðernið, sem maður er kominn af. Garðyrkjumað-
urinn verður að þekkja jarðveginn, sem hann er að
yrkja. Og einstaklingurinn verður að líta á þjóðernis-
lega bjargið, sem hann er af brotinn.
Enginn getur náð hinu hæsta stigi mannlegs þroska,
nema hann þekki sjálfan sig, og enginn þekkir sjálfan
sig til hlítar, sem ekki þekkir þjóðernislega hellubjargið,
:sem hann er af brotinn.
Fyrir oss Islendinga að skilja og þekkja þjóð vora,
tungu hennar, sögu, bókmentir og eðli, að sýna henni
virðingu og ræktarsemi, að meta hið góða, sem liún liefir
gefið oss, er göfgandi og betrandi fyrir livern mann,
vegna þess það er rétt og eðlilegt; en, á hinn bóginn, er
það varmenska, að fyrirlíta eða vanrækja móður sína,
hvort sem það er sú móðir, sem liefir borið mann inn í
þennan heim, eða það er liin þjóðernislega móðir.
Alt það, sem sagt hefir verið um ræktarsemi til hins
íslenzka þjóðernis, má auðvitað með eins miklum sanni
segja um liið canadiska þjóðerni, sem vér erum nokkur
hluti af. Munurinn er að eins sá, að afstaðan sögulega
er dáltíið önnur; en hin göfugu einkenni eiga þar ekkert
síður að koma til greina.
Þegar til þessa skóla var stofnað, voru reistir tveir
undirstöðusteinar fyrir liann að hvíla á. Þeir voru
kristindómurinn og þjóðernið. Þá tvo steina liefi eg leit-
ast við að benda á í dag, og á þeim verður skóli vor að
hvíla. Og jafnvel þótt kristin fræði og íslenzk tunga