Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 28
124
Heilmikla eftirtekt hefir þa8 vakiö, aö ýmsir helztu menn kirkj-
unnar á Englandi hafa tjáö sig andvíga algerðu vínbanni. Sumir af
þcim tjá sig með öllu móti ófáanlega til aö hætta • allri vínnautn
sjálfir. Svo langt hefir jafnvel gengið, aö sanrþykt var á prestafundi
einum, að fundurinn “horfði með kvíða á móti því, ef algert vínbann
kæmist á.” Gefa þeir sem ástæðu, aö algert v'ínbann myndi leiða til
ofnautnar enn meiri síöar. Stingur þetta mjög í stúf viö hugsunar-
hátt hér í landi.
Mikilli áhyggju hefir það valdiö mönnum þeim, er gengist
hafa fyrir því, aö bæta úr neyðinni í Belgíu og Póllandi, ef Banda-
ríkin lentu inn i stríðið í Evrópu. Um leið myndi öll sú líknarstarf-
■semi verða að hætta, því enginn Bandaríkjaþegn yröi þá lengur
liðinn á þeim stöðvum. Er þá ekki sjáanlegt, að annað lægi fyrir,
en opinn dauöinn fyrir þorra fólksins í báðum þessum löndum.
Neyðin er mikil eins og er, en þá væri öll von úti.
Nefnd úr þremur kirkjufélögum, norsk-lútersku Sýnódunni,
Sameinuðu kirkjunni og Hauges Sýnódunni, hélt fund með sér í
Minneapolis 4.—6. Mai síðastl. til aö semja uppkast að grundvallar-
íögum fyrir hið væntanega félag, sem myndast þegar þessi þrjú fé-
lög renna saman í eitt. Fundurinn gekk vel og gera menn sér bjart-
ar vonir um, aö ekkert muni úr þessu geta hindrað, að af sameinijigu
v'erði. Þarf nú að leggja þetta frumvarp fyrir þing hvers félags
fyrir sig.
Canada konferenzan í Augustana sýnódunni sænsku geröi ný-
lega á þingi mjög ákveöna samþykt með algerðu vínbanni.
í Lindsborg, Kansas, er lúterskur skóli, er nefnist Bethany
College. Tilheyrir hann sænsku Augustana sýnódunni. Sækja hann
nm 1,000 nemendur á ári hverju. Söngfélag mikið er þar á meðal
nemendanna, og í vikunni helgu á hverju ári er “Messias”, hið
heimsfræga listaverk Handels, sungið þar af 500 manns. - Heims
frægir sólóistar, einn eða tveir, eru fengnir í hvert sinn til að syngja
vandasömustu hlutverkin. Er þessi samkoma sótt úr öllu ríkinu
Xansas og víðar að. Bethany College er stærstur skóli t því riki.
Norsk-lúterskt fólk í Colorado hefir í hyggju að byggja þar
heilsuhæli fyrir berklaveika í nálægri framtíð.
í blaðinu “The Presbyterian” hefir birt v'erið nýlega mjög á-
kveðin áskorun um, að hverfa aftur að grundvallar-atriðum í boð-
skap kristindómsins. Er þetta miðað við það ástand, að einnig í
þessarri kirkjudeild er farið að bera á tilhneigingu til að draga
fjöður yfir grundvallaratriði kristindómsns, eins og þau eru kend i
nýja testamentinu. Áskorunin varar viö þeirri hættu, sem i því
liggur, að láta tælast inn á þá braut, og hvetur fastlega til, að láta