Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 15
111
snýst í, sem teknr bnrt alla alvöru úr lífinu og gerir það
að auðvirðilegum léttúðar-dansleik.
Sumir heiðingjar á fyrri dögum komust í goðadýrk-
un sinni stundum í æsingar-ástand, svo að þeir dönsuðu,
grenjuðu, rispuðu sig með lmífuru. Þessi tryllingur á
sér enn stað meðal sumra heiðingjanna, og hlýtur að
sjálfsögðu að útiloka skynsamlega athugun, því hún er
ómöguleg án stillingar.
Eflaust er til stilling af þeirri sauðarlegu deyfðar-
tegund, sem ekki leiðir af sér mikinn skilningsþroska;
en þótt stilling sé til án skilningsþroska, er það víst, að
skilningsþroski er ekki til án stillingar.
Franskur læknir, sem var rétt að hyrja á uppskurði,
sagði við aðstoðarmenn sína: ‘ ‘ Flýtið yðar ekki, lierr-
ar mínir, því nú má engum tíma tapa.” Hann sá, að
stillingin var skilyrði fyrir nálrvæmri athngun, ekki síð-
ur en sterknm taugum.
Lítið á hellubjargið, sem þér eruð af höggnir.
Hellubjargið er Guð, hinn eilífi, þríeini Guð; sá, sem
hefir opinberað sig sem Guð í náttúrunni, samvizkunni,
í náðarmeðulum kristinnar kirkju; sá Guð, sem opinber-
ar sig í bænarlífi liins trúaða; sá Guð, sem gaf öllu liinu
sýnilega tilveru og viðheldur öllu með gæzku sinni; sá
Guð, sem á liinn fullkomnasta hátt hefir opinberað sig
í Jesú Kristi, frelsara vorum; sá Guð, sem sagði: verði
]jós, og þar varð ljós, Ijós gjörvallrar sköpunarinnar;
sá Guð, sem aftur sagði: verði ljós, og þar varð ljós,
ljós sáluhjálparinnar fyrir alla menn; sá Guð, sem Páll
talaði um við Aþenumenn og sagði: “1 honum lifum,
hrærumst og erum vér, eins og líka nokkur af skáldunum
]ijá yður hafa sagt: Því að vér erum líka hans ættar.”
Heiðnar þjóðir til forna röktu ætíð ættir konunga
sinna og annarra lietja þeirra, sem langt náðu aftur í
rökkur þjóðsagnanna, til goðanna. Þannig áttu konung-
ar Norðurlanda að vera komnir af Ásum.
Þótt sagnir þessar væri ekki sannleikur í þessarri
mynd, sem þær voru sagðar, fluttu þær engu að síður
þann djúpa sannleika, að allir menn séu frá Guði komn-