Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 13

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 13
100 aður ásamt síðara liluta þess. Iiverja kveður spámað- urinn til þess, að athuga klettinn? Alla þá, sem lilýða á Drottin, þá, sem stunda réttlæti, þá, sem leita Drottins, eða með öðrum orðum, álla einlæga, guðelskandi menn, alla þá, sem í lijarta sínu láta sig guðlega hluti einhverju varða. Hið sama vil eg' segja við yður alla, sem orð mín lieyrið í dag, alla þá, sem á nokkurn liátt finna til þess, að liið guðlega varði þá nokkru, alla þá, sem vilja vita Drottins vilja., en sérstaklega við yður, ungu vinir, náms- fólk Jóns Bjarnasonar skóla, athugið hellubjargið, sem þér eruð af höggnir. Hvert er þá hellubjargið, sem vér erum brotnir af"? Og, enn fremur, hvernig rækjum vér bezt skyldur vorar við það, eða öllu heldur, hvernig rækjum vér bezt skyld- ur vorar við sjálfa oss út af því, að vér erum brot af því hellubjargi? “Hann er af því bergi brotinn”, er alkunnur íslenzk- ur talsháttur. Orðatiltækið sjálft ber mjög Ijóst með sér, livað við er átt. Það er kynstofninn, sem hann er sprotinn af, eða tréð, sem hann er grein á. Það er þá sama sem foreldrar eða forfeður. 1 þrengstum og vana- legum skilningi erum vér, sem liér erum saman komin á þessum sunnudagsmorgni, ekki tilheyrandi sömu fjöl- skyldu. A hvern hátt getum vér þá átt sameiginlegt um- talsefni, þegar vér erum að ræða um bergið, sem vér erum af brotnir! Að tvennu leyti, skilst mér, erum vér allir af sama bergi brotnir. Vér erum allir“Gruðs ættar” og vér er- um allir Islendingar. Skoðað frá grundvallarlegu sjón- armiÖi, erum vér allir frá Guði komnir; en skoðað frá jarðnesku sambandi voru, erum vér allir af íslenzku þjóðerni komnir. Þetta tvent skulum vér nú leitast við að athuga. En áður en eg sný mér að hvoru fyrir sig sérstaklega, vil eg benda á eitt, sem snertir hvort- tveggja; Spámaðurinn býður oss að líta á, athuga. AS at- huga er að virða eitthvað fyrir sér með hugsun, tilraun til þess að skilja, til þess að fá réttar hugmyndir um það,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.