Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 7
103 annað lag. Það verður “himneski söngurinn”, sem vér allir huggumst við og viljum sjálfir deyja í. Yér erum þess fullvísir, að fjölda margir, sem telja sér trú um, að þeir hafi nýjar og frábrugðnar skoðanir, hafa í hjarta sínu þennan liimneska söng og lagið óbreytt, og söngur- inn sá bjargar þeim fyrr eða síðar. En hví geta menn ekki verið einlægir við sitt eigið hjarta ? Sorglegt er það, að menn skuli vera að kvelja sjálfa sig með því að leitast við að stöðva hjartslátt sinn. Mikill gæfudagur verður það liverjum friðlausum manni, sem eitt var í gær en er annað í dag, og þreyttur er orðinn á eltingaleik “ism”-anna, þegar liann aftur kemur heim og segir með Matthíasi Jochumssyni: “Bg er aftur jólaborðin við, ég á enn minn gamla sálarfrið! ’ Jóhann Húss. 6. n. m. verða liðin 500 ár frá því Jóhann Húss, fyrirrennari Lúters og siðbótar-frömuðnr, beið píslar- vætti, og er nú víða atburðar þess minst og minning þess ágæta manns heiðruð margvíslega. Rifjast þá upp alt hið mikla stríð frá siðbótartíðinni og verður minning Húss og hinna annarra fyrirrennara siðbótarinnar um þetta leyti mjög viðeigandi undirbúningur undir 400 ára afmæli lútersku siðbótarinnar, sem verður hátíðlegt haldið að tveim árurn liðnum. Jóhann Húss fæddist í Bæheimi 6'. Júlí árið 1369. Iiann var mentaður við háskólann í Praag og varð þar síðar kennari og forstöðumaður guðfræðadeildarinnar. Hann var og þjónandi prestur við kirkju þá, er nefnd var Betlilehem-kirkja og ætluð var sérstaklega almúga- fólki. Ekki leið á löngu, eftir að Idúss hafði tekið embætti, áður en liann varð fyrir ónáð páfa. Bar margt til þess. Hann fylgdi fast fram svo nefndri realista-stefnu í heim- speki; hann átti mikinn þátt í því, að háskólinn í Bæ- heimi losnaði undan yfirráðum Þjóðverja; hann var

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.