Sameiningin - 01.06.1915, Blaðsíða 9
105
Þegar eldurinn liafði fullkomnað ætlunarverk sitt, var
öskunni kastað út á Rín.
Giöniul saga segir, að Húss liafi mælt, þá liaun var
leiddur á bálið :“í dag' brennið þið gæs, en upp af ösk-
unni mun rísa svanur, sem þið ekki munuð geta brent.”
Voru þau ummæli látin vera sem spádómur um Lúter,
sem liundrað árum síðar reyndist of.jarl páfanum og
böðlum lians.
Stríðið við sorg og dauða.
Eítlr séra Matth. Jocliumsson.
Þótt flestir tali eins og stendur um þetta voðalega ver-
aldarstríð, sem nú stendur vfir, og þótt vér í þessum
vandræðum séum ef til vill heppilegar staddir en nokkur
önnur Evrópuþjóð, þá stendur liver og einn einasti af
oss Islendingum undir sama merki gagnvart sorg og
dauða, sumir ungir og áræðnir, aðrir gamlir og lítt her-
færir, sumir með skjöld fyrir sér á gamla vísu, en aðrir
berskjaldaðir, flestir miður búnir að vopnum og hlífum
en skyldi. Þetta á sérstaklega lieima hjá prestunum, þess
um aumingja mönnum, sem eftir landssið eru sendir fit
af örkinni til að stríða við synd og sút, sorg og dauða.
Þegar ungum manni var skorað á hólm í fvrri daga
til að berjast við blámenn og berserki hló honum einatt
liugur í brjósti, því að liann hugði gott að fá að revna
karlmensku sína, afl og snarræði; var það ekki tiltöku-
mál. En ægilegri er afstaða unglingsins, sem sendur er
með Guðs og Krsts erindi út á þennan vígvöll, sem eg
nefndi, finni hann sig varbúinn að trú, von og kærleika.
Eða er hér ekki úr vöndu að ráða ? Eru þjáningar manna
lítils virði? Eru líf og dauði hlutir, sem ganga kaupum
og sölum, eða dagiegt mál, sem jafna má vfir með
handbókinni ?
Tökum til dæmis algengt tilfelli, sem öllum prestum,
ung'um sem gömlum, liefir mætt oftar en einu sinni: það
er vitjun og þjónusta deyjandi manna. Mig minnir, að
eg hafi áður sent dálitla grein í Kirkjublaðið (gamla)