Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 2
98 lilutverk vort litlu skifta, ])ó vér finnum til eigin vanmátt- ar og ófullkomleika, því Drottinn er megnugur að aug- lýsa kraft sinn jafnvel í veikleikanum. Óþektur prestur -—nafn hans liefir gleyms-t—flutti erindi Guðs í smá- kirkju einni í Colchester á Engiandi sunndag einn ná- lægt árslokum 1850. Þar var óbreyttur liðsmaður og fámennur hópur; lítil ástæða því frá mannlegu sjónar- miði að búast við miklum árangri. En orð Drottins: “Snúið yður.........og lútið frelsast” (Jes. 45, 22) voru borin fram með þeirri alvöru og áhuga af lítilmót- legum þjóni Drottins, að ungur piltur meðal áheyrend- anna vígði líf sitt Drotni frá þeirri stundu, og þessi piltur var Charles Haddon Spurgeon, frægasti prédikari Englands á sinni tíð. Enginn liðsmaður Drottins né liðsmanna-hópur veit fyrirfram, hve mikilvæg og dýrleg tækifæri þerast þeim í hendur sem verkamönnum Drott- ins. Því ber oss að hefja hlutverk vors litla félagsskap- ar innan kristninnar, svo vér fyrir trúmensku mættum vera viðbúnir að vinna það, sem Drottinn hefir ætlað oss. 1 öllu eignm vér eins og postulinn “að mæla fram með sjálfum oss, eins og þjónar Guðs, með grandvar- leik, með þekkingu, með langlyndi, með góðvild, með heilögum anda, m,eð falslausum kærleika, með sannleiksorði, méð krafti Guðs, með vopnum réttlæt- isins til sóknar og varnar, í heiðri og vanheiðri, í lasti og lofi.....”. “1 öllu mælum vér fram með sjálfum oss.” Þessi orð hljóma ef til vill í fljótu bragði nokkuð einkennilega í eyrum vorum sem boðandi oss postullega fyrirmvnd. Oss koma til hugar skrumaðfreðir þær, sem svo mjög tíðkast í heiminum til að gylla menn, málefni, verzlunar- vörur, og sitt hvað annað, oft og tíðum um skör fram og ósjaldan á kostnað þess, sem betra er. Um það er met- ist fvrir hverjum þjóðmálamanninum sé lengst lirópað —þó opinbert leyndarmál sé, að oftast er þess háttar ráðstafað fyrirfram. Menn lilaða lofi á sig og sinn flokk og rýra um leið sem frekast má mótflokkinn, og ímynda sér, að því hærri vörður af sjálfshóli, sem þeir lilaði undir sjálfa sig, því lengra muni boðskapur þeirra

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.