Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 4

Sameiningin - 01.06.1916, Page 4
100 þeir þannig nái að fyllast allri Guðs fyllingu. Og burt frá þessu lilutverki lætur hún ekki leiðast. Hlutverk mannanna eru mörg og þarfir þeirra margar, en lijá kirkju Guðs má aldrei vera neitt hik í því að bera fram lilutverk sitt sem æðsta hlutverk mannanna, og að leggja áherzlu á þörf mannanna á Guði og hjálpræði lians í Jesú Ivristi, sem þeirra dýpstu þörf. En með lilutverk sitt ljóst í liuga á kristin kirkja og einstaklingar hennar að mæla með sér í öllu, með því að treysta einungis á vopn réttlætisins til sóknar og varnar. Guðs alva'pni er hennar vopnabúr. Klædd brynju rétt- lætisins, með skjöld trúarinnar og hjálm hjálp- ræðisins til varnar, og sverð andans, sem er Guðs orð, til sóknar, á hún að standa örugg í barátt- unni og ekki leita annara meðala til að vekja og glæða andlegt liungur mannanna og til þess að fullnægja því. Þess er getið, að þegar Koosewelt, fyrrum forseti Banda- ríkjanna, heimsókti legstað Napóleons, hafi hann tekið sér í hönd sverðið fræga, er Napóleon bar í orustunni við Austerlitz, og auðsjáanlega verið djúpt lirærður af þeirri hugsun, hvílíkur kraftur hafi því fylgt. Þannig ætti kristin kirkja, er hefir með liöndum “sverð andans” — Guðs orð—að vera djúpt hrærð af tilfinning fyrir því, hvílíkur kraftur því fylgir—að í samanburði við það eru öll vopn mannanna sem ekkert. Þetta vopn, er miljónir lítihnótlegra manna og kvenna hafa sigrað með í barátt- unni við öfl liins illa og varðveitt sig sjálf ösködduð.— 1 þessu sambandi koma oss til hugar orð trúboðans fræga frá fjórtándu öld, Raymondus Lullus, um kross- ferðirnar, sem tíðkuðust á hans tíð: “Eg sé,” segir hann, “marga riddara leggja af stað til landsins helga fvrir liandan hafið, í þeirri hugsun, að þeir muni geta lagt það undir sig með vopnum, en allir eru þeir á end- anum evðilagðir áður en þeir ná því, sem þeirn er liugur á. Af því svnist mér, að ekki ætti að reyna að vinna landið lielga öðruvísi en þú, Drottinn vor, og postular þínir unnu það, þ.e.a.s. með kærleika og bæn, með því að hella út tárum og blóði.” Þarna kemur fram óbifanleg trú á það, að vopn andans, vopn réttlætisins til sóknar

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.