Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 8

Sameiningin - 01.06.1916, Page 8
104 lyndi. Með því þarf kirkja hans að mæla fram með sér, að liún eigi mikið af sam'a anda. Annars vegar hvílir kristilegt langlyndi á sönnn trausti til Guðs, og æðrast því ekki þó hvað eina verði að bíða síns tíma, heldur starfar með þolgæði og felur Drotni árangurinn; hins vegar á samhygð með mönnunum, skilningi á kjörum þeirra og einlægri löngun að vera þeim til hjálpar, sem ekki trufiast af erfiðleikum og mótbyr. Langlyndið veitir rétta kjölfestu í starfi kristninnar, svo það verði ekki liáð einungis stundarróti tilfinninganna og goluþyt æsinganna, heldur lialdi áfram í kyrþey og ró, hvort sem erfitt gengur eða vel. 0g það er slíkt starf, sem mælir með sér, sýnir þol, og þegar til lengdar lætur vinn- ur meira á, en fjörkippir óheilbrigðrar æsingar. Og við- leitni kristninnar að bæta úr böli syndarinnar, má aldrei þreytast. “Með góðvild”.—Það er blíða kærleikans, sem ekki lætnr sigrast. Hve ólíkt sterkara vopn það er en óvild- in, sem er vopn heimsins. Óvildin veldur ósanngirni, heldur við glæðunum, kyndir eld af eldi. Góðvildin tem- ur sér sanngirni, dregur úr fjandskap, safnar glóðum elds yfir liöfuð mótgerðamanninum. Það er eitt skæð- asta vopnið, sem kristindómurinn leggur áhangendum sínum upp í hendurnar. Að skeyta skapi sínu, að ala á hefndarhug, og-láta þannig stjórnast af hinum lægri hvötum, skaðar þann mest sjálfan, sem temur sér það. Góðvildin er ólíkt sigursælla vopn, og mælir fram með þeim kristnum manni, eða félagskap, sem henni beitir. “Með heilögum anda”.—Þefta getur verið meining- arlaus talsháttur. En það táknar veruleika. Kristin kirkja þarf að sýna, að hún reiðir sig ekki á sinn eigin kraft, heldur á upplýsingu, leiðbeiningu, áhrif og styrk heilags anda. Það er ljósasta einkenni lifandi kristni, að hún væntir lijálpar Guðs fyrir áhrif heilags anda, þiggur liana, og sýnir áhrif hans í lífi sínu. Það er sannur heilbrigðisvottur. Ilvenær sem kirkjan gerist einungis mannleg stofnun, sem treystir sínum eigin myndugleik og hyggjuviti, er liún dauðadæmd. En er liún mælir fram með sér “nieð heilögum anda’’ og með

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.