Sameiningin - 01.06.1916, Blaðsíða 9
105
hrafti Guðs, munu lilið heljar ekki standa gegn lienni.
“ Með falslausum k&rleikasem innibindur í sér
langlyndi og góðvild, öfundar ekki, er ekki raupsamur,
hreykir sér ekki upp, liegðar sér ekki ósæmilega, leitar
ekki síns eigin, reiðist ekki, tilreiknar ekki hið illa,
gleðst ekki af óréttvísinni en samgleðst sannleikanum;
liann breiðir yfir alt, trúir öllu, vonar alt, urnber alt.”
“Með sannleilís orði.”—Með lotningu fyrir sann-
leika’ Guðs og ræktarsemi við liann. Með því, að vera
hiklaust viðbúinn að bera sannleikanum vitni. Á ný-
afstöðnu kirk.juþingi Presbýtera í Atlantic City, N. J.,
endurnýjaði sú stóra kirkjudeild með hátíðlegri vfirlýs-
ingu trygð sína við grundvallaratriði sögulegs kristin-
dóms—innblástur og gildi heilagrar ritningar, meyjar-
fæðinguna, friðþæginguna í óskertri merkingu, uppris-
una og kraftaverkin. Ekki var þar tekið mikið tillit til
þess í tíðarandanum, sem vill bannlýsa alt þetta. Kom
þar fram traust á gildi guðlegrar opinberunar, sem er
oss, hinum smáu í kristninni, til upphvatningar og fyr-
irmyndar, ekld einungis á kirkjuþingum, heldur í ger-
völlu starfi voru, að mæla fram með oss með sannleiks-
orði Guðs.
Með vopnum réttlœtisins til söknar og varnar,—
Þetta innibindur alt hið undangengna og opnar fyrir oss
hið ótæmandi vopnabúr kristninnar. Þar er livert vopn
vígt, svo þeim má fullkomlega treysta. Ef vér reiðum
oss á þau og notum þau kostgæfilega í kirkjulegri bar-
áttu vorri, ])á er málum vorum borgið. Drottinn hefir
blessað oss á liðinni tíð fram yfir það, sem vér verð-
skuldum. Mál vor og starf vort horfir nú betur við en
nokkru sinni áður, þó mörgu sé ábótavant. En því að
eins mun oss auðnast að fylgja fram málum vorum til
heppilegra úrslita, að oss lærist sífelt betur að beita
vopnum réttlætisins til sóknar og varnar, og þeim ein-
vörðungu. Ilvenær sem vér grípum til annara vopna,
lýsum vér ótrúmensku við hugsjónir hennar. í heiðri
og vanheiðri, í lasti og lofi, ber oss að ganga ótrauðlega
fram. Það er eitthvað óheilbrigt við það hjá kristnum
einstaklingi eða í kristnum félagsskap, ef last eða lof