Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 13

Sameiningin - 01.06.1916, Page 13
109 Norðurálfu-menningar. Eina þjóðin, sem getur frelsað oss frá banvænni og sálarlausri félagsskipun, er srí þjóð, sem alt af hefir metið mannssálina meira en nokkra al- fullkomna stjórnarvél. ” Sjálfsagt ber að taka lof höfundarins með afföllum. En það er þó engu að síður satt, að margir merkir menn bera rússneskri alþýðu sömu söguna. Hafa fundið ein- hverskonar barnslega trúareinlægni hjá þeirri þjóð, ein- hvern einfaldleik, einhvern hjartanlegan og elskuverðan hlýleik í orðurn og viðmóti. En sömu einkennanna gætir hjá öllu fólki, sem gevmir fjársjóð kristindómsins á vöxt- um í lijarta fremur en heila. Og það er engum vafa bundið, að barnslegur alþýðu-kristindómur, hvort sem liann hefir geymst á Eússlandi eða annarsstaðar, á eftir að frelsa þjóðirnar frá helkaldri vitsmunadýrkun, nú eins og oft áður. “Óboðinn gestur,” heitir ný saga eftir Jón Trausta, sem hann hefir birta látið í síðasta hefti Eimreiðarinn- ar. Þar segir höfundurinn íslenzkri flokkapóltík mjög hispurslaust tii syndanna, og dregur ekki af. Lítill vafi getur leikið á því, að ákúrur hans hitti naglann á höf- uðið, því sálarsagan öll, sem þar er ieidd fram eins og í sýnishorni, kemur vestur-íslenzkum lesanda svo einkar- kunnuglega fyrir. Það er eins og maður þekki hvern drátt í myndinni, sem þar stendur úthleypt, eða eins og maður rekist alveg óvart á gamla kunningja sína frá heimahögum í fjarlægu landi. Yesturiieims-pólitíkin er komin þarna lifandi, og hefir aldrei verið líkari sjálfri sér, finst manni.—Orðið er hér auðvitað haft í þröngu og illu merkingunni, um verri hliðina, ranghverfuna, á stjórnarfari þessa lands; stjórnmálin hafa auðvitað alt af átt sína kosti, og eins mennirnir, sem hafa gefið sig við þeim. En að þessum varnagla reknuin má líka minna á það, að ranghverfan veit inn, og særir þjóðlík- amann, og má því ekki telja slíkar ádeilur sem sögu þessa illa til fundnar eða út í hött, þó lítið sé þar um björtu litina. Sem sagt, vér Vestur-lslendingar sjáum þarna lif-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.