Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 17
113
þess manns, sem vill gerast meðlimur í kirkjn Drottins?
Segir ekki Jesús sjálfur: “Komið til mín, allir þér, sem
erfiðið og þunga eruð lilaðnir, eg vil veita yður livíld”?
Fagnar hann ekki ávalt og allsstaðar hinum bágstadda
og snauða? Vera kann, að menn hafi stundum verið
ónærgætnir og rangsýnir í þessu atriði. En mannaverk
eru líka á öllum svæðum ófullkomin. En ekki er hægt
að efast um boð frelsarans. Það er ekki gott, þegar sá
misskilningur kemst að, að verið sé að safna nýjum með-
limum í söfnuði með því eina augnamiði, að styrkja söfn-
uðinn fjárhagslega og efnalega. Frábærlega væri það
lítilmótleg hvöt, ef það væri aðal hvötin. Og- ekki revnd-
umst vér trúir erindrekar og starfsmenn Guðs, ef vér
settum oss ekkert helgara eða liærra takmark, þegar vér
erum að reyna að efla ríkið út á við.
Líka eru þeir til, sem ekki segjast hafa neitt veru-
lega á móti því, að gerast meðlimir í söfnuði, en vcgna
anna í sambandi við frumbýlingslífið og daglegu störfin
megi þeir enn ekki vera að því að sinna þeim málum. Á
þá að líta á kirkju Guðs sem félag áþekt t.d. búnaðarfé-
lögum, hindindisfélögum, verzlunarfélögum eða lestrar-
félögum, sem vér tilheyrum ef svo stendur á, en ekki, ef
ástæðurnar gera oss það erfitt? Kirkjan er ekki neitt
slíkt félag, sem menn eigi að tilheyra eða ekki tilheyra
eftir ástæðum. Hún er hjálpræðis-stofnun Guðs á jörð-
inni. Hún er ríki Guðs hér, þar sem náðarmeðulum
hans er útbýtt, þar sem mönnum er gefið tækifæri til að
komast í samfélag við frelsarann, og vera fyrir náð
teknir í sátt við Guð. Guð hefir bent oss á kirkjuna sem
stofnun þar sem vér leitum samfélags við hann og finn-
um veginn til lífsins.
Ekki dylst oss, að það er mikið verkefni í söfnuðunum
að uppræta slíkt og' þvílíkt illgresi, og hæta jarðveg
lijartnanna, og’ v.ökva frækorn trúarinnar, svo unt sé að
framleiða sem mostan ávöxt Guði til dýrðar og mönnun-
um til blessunar.
-----O-----
Eitt vil eg nú minna safnaðafólk vort á: skyldu
vora í samhandi við það, að veita móttöku nýjum safnað-