Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 18

Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 18
114 arlimum. Vér þurfum að taka vinsamlega móti þeim,— fagna þeim sem bræðrum og systrum; láta þá reyna hlýtt bræðraþel vort, svo að þeir finni hjá oss sannarlegt heimili, þar sem þeim geti liðið vel. En í sambandi við þessa móttökuskyldu vil eg þó sérstaklega leggja áherzlu á eitt atriði, sem mér virðist mjög þýðingarmikið, og það er þetta: Vér þurfum “að biðja fyrir þeirn og beiðast þess, að þeir mættu fyllast þekkingu á vilja hans með allskonar speki og andlegum skilningi, svo að þeir hegði sér eins og Drotni er samboðið, honum til þóknunar á allan hátt. ...” (Kól. 1, 9-13). 0g vér eigum ekki að- eins að beiðast þess, að þeir læri þetta, sem postulinn talar um, heldur líka á allan hátt, sem í voru valdi stend- ur, að hjálpa þeim til að liegða sér eins og Guði er þókn- anlegt. Hvernig getum vér nú hjálpað nýjum meðlim- um að gæta skyldu sinnar í þessu efni? Verður það fullnægjandi að prédika það fyrir þeim'og sýna þeim fram á það með orðum, að svo eigi að vera? Nei, það verður aldrei fullnægjandi. Það, sem er allra mest um vert í þessu sambandi, er, að vér hegðum oss sjálfir eins og lœrisveinum Drottins Jesú Krists er samboðið, honum til þóJcnunar á allan hátt. Hér mætti þá líka í stuttu máli benda á sumt af því í hegðun kristins manns, sem Drotni er þóknanlegt: Vér þurfum að hegða oss gagnvart honum, sem þeim, er vér stöndum í lang stærstri þakklœtisskuld við. Imyndaðu þér að þú sért í miklum vanda staddur, að þú sért að missa eigur þínar allar, og sért að komast á vonarvöl. Þú leitar hjálpar hjá nágrönnum þínum, en enginn getur hjálpað. Alt af syrtir að. En þá kemur til þín einhver, sem þér liafði ekki dottið til liugar að leita til, og býður þér aðstoð sína og bjargar þér úr þess- um vandræðum. Eða ímyndaðu þér, að þú sért einn á bát og báturinn sökkvi og þú sért í stærsta iífsháska. A ströndinni standa margir, allir hrópa upp yfir sig í skelfingu, er þeir sjá þetta slys, en enginn getur hjálpað. Þá kemur fram úr liópnum maður, fleygir sér út í öld- urnar og bjargar þér úr örmum dauðans. Finst þér

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.