Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 21
117
KIRKJUÞINGIÐ NÝAFSTAÐNA.
HiS þrítugasta og annaS kirkjuþing Hins ev. lút. kirkjufélags
íslendinga í Vesturheimi var haldið í Winnipeg dagana 22.-27. Júní.
Mættir voru allir prestar þeir, sem nú þjóna í k.fél., og um 50 full-
trúar safnaða. Séra Kristinn K. Ólafsson flutti prédikun í byrjun
þings; gengu síSan þingmenn til altaris.
Fyrirlestrar tveir voru fluttir á þinginu, eins og auglýst haföi
verið. íÞingsetningardaginn, kl. 8, hélt séra Rúnólfur Marteinsson
fyrirlestur sinn, er hann nefndi “Kirkjan og þjóSerniS”, og næsta
kvöld flutti sérú Björn B. Jónsson fyrirlestur, er hann valdi nafniö
“Sigurafl trúarinnar.” Voru báöir fyrirlestrarnir vel sóttir. Birtast
þeir í Sameiningunni hiS fyrsta.
Sunnudaginn 25. Júní var vígöur cand. theol. Steingr. Octavíus
Thorlaksson. Vígsluna framkvæmdi forseti kirkjufélagsins, meS
aSstoS hinna prestanna, er viSstaddir voru. Séra K. K. Ólafsson
lýsti vígslu og las upp æfiágrip vígsluþegja, sem birtist á öðrum
staS hér í blaðinu ásamt mynd hans. Vígsluprédikun flutti séra N.
S. Thorlaksson, faöir vígsluþegja. Fjöldi fólks var viöstaddur.
Sex nýir söfnuSir gengu í félag vort á þessu kirkjuþingi:
Sléttu-söfnuS'ur og Elfros-söfnuSur i Saskatchevvan, Péturs söfnuS-
ur í N.-Dakota, HerðubreiS-söfnuSur og Trínitatis-söfnúSur aS
vestanverSu viö Manitobavatn, og Poplar Park söfnuöur, i íslenzkri
bygS samnefndri austanvert við RauSá nærri ósum hennar. Eru
allir þessir söfnuSir boönir hjartanlega velkomnir í félag v'ort.
Þing þetta var eitt hiS starfsamasta og fjörugasta kirkjuþing,
sem vér höfum haldiS. Málin, sem afgreidd voru þar, eru bæSi
mörg og stór. Þótt stundum kæmi fram ágreiningur um aðferSir,
voru allir jafnan sammála um takmarkiS, er stefnt skyldi að. Hin
helztu mál, sem kirkjuþingið fjaliaSi um, veröa rædd hér í blaöinu
síöar og skýrt verður nánar frá gjörðum þingsins.
ŒFIÁGRIP.
Eg, Steingrímur Octavíus Thorlaksson, er fæddur 26, Maí 1890,
í Minneota, Minn. Þar var faðir minn, séra N. Steingrímur Thor-
laksson, þá prestur. Þegar eg var á fjórða ári, fór eg meö foreldr-
um mínum til Noregs. Voru þau þá aS heimsækja föSur og syst-
kini móSur minnar, sem er norsk, fædd Erika Rynning, frá Kristí-
aníu i Noregi. Þegar þau komu til baka áriS 1894 fluttu þau til
Park River, N.-Dak., þar sem faSir minn var prestur hjá NorS-
mönnum um 6 ár, eða þangaö til hann var kallaSur aftur til prests
hjá íslendingum í Selkirk-söfnuSi, og flutti þangaS snemma sumars
áriö 1900.
Undirbúningsmentun mína fékk eg i Selkirk, Man. Gekk einn