Sameiningin - 01.06.1916, Side 24
120
og jafnvel sjón og heyrn breytist; mörgu því er enginn gaumur gef-
inn, sem áður þótti eftirsóknarvert og fagurt, en margt þaö, aftur
á móti, sem framhjá manni fór áSur, eins og væri þaS fánýtt eSa
einskisvert, fær nú alt annan blæ. MaSurinn fær nú löngun til aS
njóta þeirra hluta, sem umhverfis hann eru, á réttan hátt, eftir til-
gangi skaparans, og lærir þá fyrst í sannleika aS njóta lífsins og sjá
fegurS þess í sinni réttu mynd. Sama er um heyrnina; maSurinn
hætt’.r aS ieggja eyrun viS öllu þvi, scm fánýtt er og skaðlegt, svo
sem ljótum orðum eSa fíflsku-hjali eSa öSrum syndsamlegum skernt-
unum, sem eru svo tælandi fyrir hinn náttúrlega mann. Eins fer
um hin önnur skilningarvit og alt líf mannsins. Hann fær næmari
tilfinning fyrir öllu því, sem er fagurt, satt og hreint; þaS birtist í
sterkari litum fyrir hinni nýju sálarsjón hans.
Eg vildi óska, aS þessar bendingar gæti komiS einhvejum aS
notum, því þetta er mín persónuleg revnsla. Og eg vildi biSja hvern
trúarlega leitandi lesara, aS geyma þennan sannleik stöSugt í hjarta
sér, aS fyrir bænina eina getur hjálpin komiS til mannsins; því segir
Hallgrímur Pétursson:
“Bæn af iSrandi hjarta hýr,
hún er fyrir GuSi metin dýr;
herrann Jesú á hv'erri tíS
henni gaf jafnan andsvör blíð.”
ÞaS er gull-falleg hugleiðing í Apríl-blaði Sameiningarinnar um
“Bæn og bænheyrslu”, frá einhverjum trúbróður i Minnesota. Hans
reynsla virðist mjög svipuS þeirri, sem hér hefir verið lýst aS fram-
an. Sérstaklega er eg honum þakklátur fyrir niSurlagskaflann, þar
sem hann bendir á, aS til þess aS bænarlíf geti blómgast hjá fólki
á fullorðinsárunum, þurfi aS innræta börnunum þýðing og kraft
bænarinnar. LeiS mannanna í gegn um lífið verður ekki eins örn-
urleg og þyrnum stráS, ef trúin á bænina væri þegar á unga aldri
innrætt börnunum.------------
Já, hörmulega sár er mörg reynslan í lífi rnanna á þessum tíma;‘
mörg verSa heimilin, sem einhvern ástvininn missa, áður en birtir
til; aðrir verða limlestir og mega búa v'ið örkuml og vanheilsu alla
æfi. Breyting stórvægileg verður hjá mörgum í líkamlegum efnum,
svo sem eignatjón í smáum stíl eða stórum; en kærleikur Drottins
sýnir sig oft í þeirn myndum, sem oss mönnunum eru í fljótu bragði
óskiljanlegar. Eyrir þá sök er svo afar nauðsynlegt, að gefa sig
honum á vald, því þá birtast huldir vegir hans um síðir; og kristinn
maður verSur þess þá oft var, að einmitt það, sem honum datt sízt
í hug, var þröskuldurinn á leiS hans til “föðursins.” Kristinn mað-
ur hlýtur að vera í stöðugu bæna-samband vS Guð, og þá getur ekki
hjá því farið, aS hann biðji þess, að alt sé frá sér tekið, sem á ein-
hvern hátt sé kristilegu lífi sínu til óblessunar. Hafi nú hugsun
mannsins, sem þannig biSur, verið svo að segja öll bundin viS jarð-
nesk auSæfi, og engin önnur þrá eða hugsun komist að með nokk-