Sameiningin - 01.06.1916, Qupperneq 25
121
urri alvöru í sálarlíf hans, þá verður það mjög skiljanlegt, hvers
vegna Guð sviftir hann því, sem hann lagði mestan trúnað á. En
væri þá ástæða til að hika sér við að biðja þannig? Þvi er áreiðan-
léga óhætt að svara neitandi; því Guð vill, að þú gefir sér hjarta
þitt óskift, en það stendur óhaggaö að “Guð er kærleikur”, og hlýtur
að beita þeirri lækningaraðferð, sem hans alvizka veit að er hin
eina rétta.
Aö endingu vildi eg benda á nokkur vers úr einum af Passíu-
sálmum Hallgríms Péturssonar; mér virðast þau geyma hina réttu
hugsun og bænaranda hins syndþjáða manns, sem í alvöru leitar
á náðir Drottins:
“Gráta skalt glæpi sárt,
en Guði trúa,
elska hans oröið klárt,
frá illu snúa.
Ónýt er iðrun tæp,
að því sk'alt hyggja,
ef þú í gjörðum glæp
girnist að liggja.
Ó, Jesú að mér snú
ásjónu þinni;
sjá'þú mig særðan nú
á sálu minni.
Þegar eg hrasa hér,
—hv'að mjög oft sannast,-
bentu í miskunn mér,
svo megi’ eg við kannast,
Oft lít eg upp til þin.
augum grátandi,
líttu þá ljúft til mín,
svo leysist vandi.”
Þakkir kunnum vér höfundinum fyrir þennan hreinskilna og
ákveðna vitnisburð hans um ávexti krstilegs trúarlífs. Einkum
viljum vér biðja lesendurna að taka til alvarlegrar yfirvegunar orð
hans um veraldar-auð og önnur svonefnd gæði, sem sálin hleður
stundum utan um sig eins og múrvegg—á milli sín og Guðs. Eíf
vort í Kristi verður aldrei sigursælt, fyr en vér gefum honum alt,
sem vér eigum, og sjálfa oss með, og stelum engu undan.. Engum
manni eru jarðnesk auðæfi holl, nema sá hinn sami get.i skoðað
hvern skilding þeirra eins og eign Drottins, og látið þá hugsun
stjórna bæði aðdráttum og eyðslu. Þó skyldum vér engan dæma,
sem Guð sviftir eignunum. Sá sem er nógu vel kristinn til þess að
gefa Drotni eignir sínar og v'erja þeim öllum eftir vilja hans, hann
er um leiö fær um að bera fátæktina v'el og kristilega; því að þeim
manni er oröiö það ljóst, að fyrir peninga fást engin þau gæði
keypt, sem dýrmætust hafa reynst i lífinu.
Frá manni í Saskatchewan.
Svo sem kunnugt er af ritningunni, voru tveir ræningjar lcross-
festir með Drotni. Það er og kunnugt, að hjá öörum þessara
syndugu manna er engin hugarfarsbreyting sjáanleg—hann iðraðist
ekki. Þessi kvalafulli dauðdagi, krossfestingin, virðist ekki hafa
nein betrandi eða auðmýkjandi áhrif á hann. Plann virðist deyja
með forhertu hjarta, lifa og deyja með helvíti í hjarta sínu. Þú,