Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 28

Sameiningin - 01.06.1916, Page 28
124 Sala áfengra drykkja í Stokkhólmi, höfuöborg Svía", hefir á síöustu árum stórlega minkað. Áriö 1913 voru þar seld 15 gallúnur af áfengi fyrir hvert mannsbarn i borginni; 1914, 9 gall., og 1915 átta gall. Vonandi heldur þessi framför áfram. — 1 Bandaríkjunum eru enn þá seldar um 20 gall. af áfengi fyrir hvert mannsbarn á ári, og hefir þó minkaö. Á allsherjar þingi Presbýtera kirkjunnar, í Atlantic City, New Jersey, var mikiö rætt um helgihald sunnudagsins. Var gerö þar mjög ákveöin samþykt á móti notkun dagsins til veraldlegra skemt- ana og starfa, sem útiloka kristilega notkun dagsins. Þetta er stöð- ugt að færast svo í vöxt, aö alvarlega hugsandi menn sjá, að til vandræöa horfir. Haldi vanhelgun Drottins dagsins áfram óöfluga, hlýtur það aö leiða heiðindómsöldu yfir landið. Þann 28. Apríl síðastl. andaöist dr. Josiah Strong, 69 ára gam- all. Var hann einn af beztþektu kristindómsfrömuðum Bandaríkja- þjóðarinnar. Skrifað hann margar bækur, sem orðið hafa heims- frægar, svo sem “Our Country”, “The New World Life,” o.s.frv. Sérstaklega lá honum á hjarta að heimfæra kristindóminn upp á mannfélags- og þjöðfélags-málin. Hafa bækur hans verið þýddar á ótal tungumál. St. Olaf College í Northfield, Minn., sóktu á síðastliðnum vetri öOO nemendur. Lúterski sunnudagsskólinn i Guntur á Indlandi er sagður að vera fjölmennasti sunnudagsskólinn á Indlandi. Eftir síðustu skýrslum eru nú 221 lúterskir söfnuðir í Chicago, og 242 lúterskir prestar; af þessum söfnuðum eru 109 stofnaðir á síðustu 25 árum. Fimtíu og þrír nota einv'örðungu ensku við guðs- þjónustur sínar. 1 söfnuðunum öllum teljast þvínær 90,000 fermdir meðlimir. Kirkjueignir eru virtar $7,766,475. Tveir lúterskir prestar hafa nýlega verið skipaðir við sjóher Bandaríkjanna. Er annar sænskur, hinn þýzkur. Moody’s kirkjan í Chicago, sem rúmar um 2,000 manns, reynist þó alt of lítil, og er nú áformað aö byggja miklu stærri kirkju. Baptista prestur, sem er sálusorgari nemenda af þeim trúflokki við háskólann í Madison, Wis., hefir haldið því fram að undanförnu, að ef kenna megi trúleysi við háskólann, ætti ekki síður að mega kenna þar trú. Sýnist það ekki fjarri sanni. En trúleysið vill oft- ast trúfrelsi, sem er þannig háttaö, að það útilokar trú og kristin- dóm, en leyfir trúleysi og afneitun frjálsan aðgang. Á titilblaði biblíu í gistihúsi einu í Birmingham, Alabama, fanst

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.