Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1916, Síða 29

Sameiningin - 01.06.1916, Síða 29
125 nýlega þessi áritun: “Gu8 blessi manninn, sem lét þessa tíók hér. Eg er ungur kvenmaður, 21 árs, föðurlaus og móðurlaus, og í kvöld hefir þessi bók bjargað mér frá því að taka ógæfuspor. Guö gefi aö sá, sem næst les í henni, megi finna þar sömu hjálp sem eg.” FYRIR UNGA FÓLKIÐ. Deild þessa annast séra Friðrik Hallgrímsson. Góðverka-höllin. (Dæmisaga.) Fyrir löngu-löngu var á Indlandi voldugur konungur. Hann atti ógrynni fjár, og ásetti sér aö láta byggja sér höll í fallegu héraði, sem var langt frá höfuöborg hansf og sú höll átti að veröa fegurri og skrautlegri en nokkur önnur höll, sem manna hendur höfðu reist, og vera mönnum um ókomnar aldir vottur um vald hans og auölegð. Hann fékk hallarsmiði sínum, sem hét Jakob, mikið fé í hendur, og bauð honum að fara og reisa höllina. Þegar Jak'ob kom þangað, sem höllina átti að reisa, var þar hallæri mikið; margt fólk var dáið úr hungri og allstaðar voru veik- indi og eymd. Jakob var vænn maður, og honum rann til rifja að sjá hve illa fólkinu leið. Hann gat ekki horft á bágindi fólksins að- gjörðalaus, og hann fór að hjúkra því og hjálpa. Hann keypti mat- væli handa því fyrir alla þá peninga, sem hann átti, og þegar þeir voru þrotnir, varði hann til líknarstarfsins peningunum, sem kon- ungurinn hafði fengið honum í hendur. Að nokkrum tíma liðnum kom konungurinn til þess að líta eftir hvað hallarsmíðinni liði; og hann varð forviða, þegar hann sá, að ekki hafði enn verið á henni byrjað. Hann kallaði þá Jakob fyrir sig og spurði hann, hvernig á því stæði. Jakob sagði honum frá bágindum fólksins, og að hann hefði átt sv'o annríkt að hjúkra því, að hann hefði enn ekki komist til þess að sinna hallarsmíðinni, og svo væru líka peningarnir þrotnir. Konungurinn varð afarreiður, barði hann með sverðinu sínu og lét setja hann í varðhald og sagði við hann: “Á morgun skalt þú láta lífið.” En um nóttina dreymdi konunginn undarlegan draum. Hann þóttist vera kominn til himnaríkis og sá þar mikla dýrð. Meðal annars sá hann þar stóra og skrautlega höll,—miklu stórkostlegri en nokkra aðra, sem hann hafði nokkurn tíma séð, og miklu fegurri en þá, sem hann hafði ætlað sér að láta eisa. Hann virti hana fyrir sér, frá sér numinn, og svo spurði hann englana, sem þar voru, hverjjum þessi höll væri ætluð og hver hefði smíðað hana. Og englarnir sv'öruðu honum: “Þetta er góðverka-höllin fagra, sem

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.