Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.06.1916, Page 31

Sameiningin - 01.06.1916, Page 31
127 þínar.” Og nú var þeirri reglu fylgt alt af eftir þetta. Berti þurfti að vinna fyrir öllu, sem hann eignaSist; en Channey fékk alt sem hann girntist undir eins og hann baö um þaö. Og er tímar liðu fram, voru þaö verömætari hlutir en boltar, sem drengina langaði til aö eiga. Þeim kom t.d. saman um þaö, aö þaö væri gaman aö eignast hest og nýjar, fallegar skólabækur. Berti gat ekki eignast hestinn, en bækurnar fékk hann og las þær vel. Channey fékk hvort- tveggja; en af þvi aö honum þótti undur gaman aö hestinum, varö lítiö um lestur bókanna. Þegar piltarnir voru orönir átján ára, átti annar þeirra fjöl- mennan kunnigjahóp, og þaö var auövítö sá, sem átti alt af fyrir því aö veita vel, nær sem enhver gleðskapur var á feröum. Berti átti líka vini, þó ekki væri í þeim hópi fé aflögum til kostnaöarsamra skemtana; þeir fóru á skautum, í staö þess aö aka á dýrum gæöing- um; þeir eyddu klukkustundum saman hver á annars heimili viö saklausa glaðværö; en félagar Channceys voru öllum stundum í leik- húsum og veitingahúsum. —■ Þetta líf lcomst upp í vana fyrir Berta; þó að hann hefði eignast helmingi meiri peninga en Channcey hafði, þá heföi honum ekki dottið í hug að fara eins að ráöi sínu og hann; en í upphafi átti efnaskorturinn þátt í því, að móta lund hans og lifnaðarhætti. Það komst inn hjá honum snemma, aö hann yröi að v’inna fyrir þeim hnossum, sem hugur hans þráöi. Hann lagði fyrir sig laganám, og lá ekki á liði sínu. Channcey þóttist líka “lesa lög”; en mestur timinn fór samt í það, aö ferðast sér til skemtunar víða um lönd, — þvi peningarnir voru nógir. Svo liðu tímar, og leikbræöurnir gömlu sáust sjaldan saman. Berti nefndist nú ekki 'lengur því nafni; Robert King, dómari, var hann kallaður, og var vel efnaður maöur og mikils metinn. Einn dag er hann sat á tali viö móöur sína, sagöi hann viö hana: “Aumingja Channcey Turner,—nianstu eftir honum?” “Já, iþað held eg nú; en hvaö er um hann?” “Hann dó í dag úr slagi, sem var efalaust afleiðing drykkju- skapar og allskonar óreglu1. Hann var ólánsmaður, auminginn; hann var of ríkur, gat alt veitt sér fyrirhafnarlaust, og svo lenti líf hans i eintómum leik.” “Já, ef hann hefði unnið fyrir sér sjálfur, eins og þú hefir þurft aö gjöra, Robert, þá heföi hann líklega orðið meiri gæfumað- ur. Guð hefir Veriö þér góður, sonur minn; blessun hans átt þú alla gæfu þína að þakka.” , “Margur vegurinn viröist greiðfær, en endar þó á helslóðum.”—Oröskv. 14, 12. ------o------- KVITTANIR fyrir fé meðtekiS af féhirði kirkjufélagsins. Heiðingjatrúboðssjóður: Immanúels-söfnuður (BaldurJ .. .. .. .. •• .. $ 6.30 Fríkirkju-söfnuður................................. 8.70

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.