Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1916, Page 1

Sameiningin - 01.11.1916, Page 1
Múnaðarrit til stuðnings kirJcju og lcristindómi íslendinqn gejiff út af Jiinu ev. lút. Jcirlejufélagi Isl. % VestrJæim'> RÍTSTJÓRI: BJÖRN B. JÓNSSON. XXXI. árg. WINNIPEG, NÓVEMBER, 1916 No. 9. Aramótin kirkjulegu. Með sunnudeginum, 3. .Desember, byrjar nýtt ár í kirkju Krists á jörðinni. Það er siður margra góðra manna, að setja sér nýjar Jífsreglur með nýju ári. Sá siður mætti verða til blessunar einnig við byrjun kirkju- árs. Sé þeim mönnum, sem telja sig til safnaðar Drott- ins, alvara, þá er þeim um engan hlut jafn liugað og það, að standa vel í stöðu sinni sem félagar Krists í söfnuð- inum. Og þar sem nú ganga yfir heiminn jafn-alvarleg- ir tímar sem nú, þá ættu kistnir menn að fyllast nýjum áhuga og berjast af meiri móð en nokkru sinni áður fyr- ir ríki mannkyns-frelsarans á jörðunni, sem eitt er ríki friðarins. Kirkjan kristna neyðist til þess á áramótum þess- um, að gera þá auðmjúku játning, að lrún hefir reynst að mörgu levti ótrú Drotni sínum. Hefði hún unnið betur verlc sitt, hefði liún flutt boðskap fagnaðarins og friðarins í krafti kærleikans, og Jiefði liún sýnt trú sína í verkunum, þá lituðust ekki kristnu þjóðirnar blóði hver annarar. Framtíðar-kirkjan, kirkja hinnar komandi jólaföstu heimsins, verður ldrkjan sú, sem temur sér lund frelsar- ans, boðslcap sinn tekur inn við hjartarætur Jesú sjálfs, og vinnur í nafni lxans kraftaverk kærleikans. Verða söfnuðir vorir innan vébanda þeirrar kirkju? Mun eldur kærleikans og lieilaga lífsins brenna á öltur- um vorum 1 Yerður það líkn og fyrirgefning og bróður-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.