Sameiningin - 01.11.1916, Síða 3
259
hjá hverri þjóð, í hverri sál,
að heyri Gnð vor hænarmál!
Þér, blóm frá hinmi, bendið oss
á bjargráð Guðs, á Jesú kross!
Þó fölni alt í lieimi hér,
sá hjálpar-stafur sígrænn er.
-----O-----
Árstíðirnar og lífið.
(1. Mós. 8, 22.)
Það er gömul venja og góð, að minnast missira-
skifta og veita árstíðunum eftirtekt, þegar þær koma og
fara. Það á þá ekld sízt við, að minnast vetrarins, þegar
hann kemur, hvort heldur það er gert þegar sá dagur er,
sem í almanakinu er kallaður fyrsti vetrardagur, ellegar
eins og nú, þegar hann sjáfur byrjar að sýna sig, snjór-
inn kemur og kuldinn, og allir finna og sjá, að þar er
hann kominn, sá kaldi og harði vetur.
Arstíðaskiftin minna mann fyrst af öllu á breytileik
allra hluta, sýna, oss, hversu fallvalt- það alt er, sem tím-
anum er háð. Hið blíða sumar er þegar horfið og aftur
komið skammdegi og vetur. Yið ekkert fær maðurinn
ráðið, ekkert getur hann annað en látið reka með straumn-
um, hinum hraðfara tímans straum, sem alt ber áfram
og' aldrei nemur staðar. Byltingar og brevtingar þessar
ógna manni. Manni ofbýður, liversu ósjálfstæður mað-
ur er og ósjálfbjarga. Það vekur í hjarta manns þrá
eftir einhverju því, sem stöðugt stendur og treysta má;
og einasti fögnuður manns á þeim stundum er trúin,—
trúin á hann, sem að eilífu stendur ólireytanlegur upp úr
lmfi tima og eilífðar og er athvarf manns og traust:
“Á liverri árs og æfitíð
er alt að breytast, fyr og síð;
þótt breytist alt, þó einn er jafn,
um eilífð ber liann Jesú nafn.”
Og í nafni hans, sem “einn er jafn”, og aldrei eldist né
brevtist, nafni vors blessaða frelsara Jesú, sé þá þessi