Sameiningin - 01.11.1916, Side 5
261
nriim lilýi andar á föla .jörðina og liún roÖnar eins og
ástmær við tillit unnusta síns, og roðinn verður að blóma.
Þó enn komi stundum frostnætur, þá eru þær einungis
eins og æskuhrygðin, sem hverfur óðar en sólin aftur
skín, og hinn vaknandi og vaxandi gróður verður hraust-
ari fyrir áreynsluna. Og' söngur og lofgjörð er í brjóst-
um manna,
“Þá und vorhimins baðm
breiðir foldin sinn faðin,
sem að faldinn er ljósgrænum hjúpi;
þá er árdagur skær,
þá er aftaninn vær,
þá er unun í hjartnanna djúpi.”
Og þá er Gfuð og himininn nærrri börnum Guðs á jörð-
unni.
Á eftir vorinu kemur sumarið, árstíð þroskans, árs-
tíð starfsins. Alt vex þá og dafnar, akrar spretta, engi
eru slegin, og alnáttúran ber fram gjafir á báðum örm-
um. Hitinn er að sönnu stundum þreytandi, — og mjög
reynir á starfsþrek mannsins og' viljakraft, því alt er á
hraða-flugi, og sá einn fær hnossin, sem atorku beitir.
En inndælt er að lifa sérhverjum nýtum manni, á hinni
miklu starfs og þroska tíð hásumarsins, þá alt er vax-
andi og' safnandi:
“Algrænu túnin og engjar og ldíðar,
árvötn og hvammar og dalverpin fríð,
sjórinn, fjöll, eyjar og útsjónir víðar,
inndælir morgnar og' sólsetrin blíð.”
Og þá horfir livert Guðs barn til himins og' les “faðir vor,
þú sem ert á himnum.”
Og svo kemur haustið, árstíð friðarins, árstíð fyrir-
boðans um hvíldina eilífu. Ilaustið er í rás náttúrunnar
það sem bænarstundin er á heimilinu áður en gengið er
til hvílu. Nú eru heitu dagarnir horfnir, náttúran hefir
sefast og hún er orðin róleg og' þolinmóð eins og maður,
sem margt hefir reynt. En fagurt er á haustin