Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.11.1916, Blaðsíða 7
2G3 ekki varist þeirri hugsun, að mannsæfin á sér sams- konar árstíðir. Æskan er sem vorið, æfitíð lilíðu, sakleysis og gleði. Þá er blómanna tíð. Alt er brosandi þá, því lífið er ungt og lijartað hreint. Uuð er þá undur nærri, því Guð er enn í Eden; enn býr liann þar sem sakleysið er og ekki hefir neytt verið forboðinna ávaxta. Svo kemur sumar lífsins, starfs og þroska skeiðið. Það er tíð erfiðis og stríðs fullorðins áranna. En líka sú tíð þá maður safnar þeim forða, sem maður ætlar til vetrarins. Oftast bætist þá og á mann á þeirri tíð sá vandi, að annast og ábyrgjast farsæld og framtíð ann- ara. Þá er alt undir því komið, að vel sé lifað og vit- urlega farið með hinar dýrmætu stundir, meðan starfs- kraftar endast. En sumar-tíðin er ekki löng. Áður en varir er komið haust. Haustið og ellin samsvara hvort öðru. Elli-liaustið er oft yndislega fagurt, þó stundum sé það þungt. Oft fær þá sá, sem vel hefir borið hita og þunga æfidagsins, að njóta unaðsríkrar kveldkyrðar. Hann bíður glaður sem farþegi sjóinn við, unz hann heyrir að faðirinn kallar. Og ó, hve andinn getur þá hafist hátt, þó höfuðið lotið verði. Og að síðustu kemur veturinn. Vér köllum árstíð þá dauða. En það er ekki dauði, nema eins og náttúran deyr á vetrum, svo hún geti risið npp dýrlegri að vori. 0g sé upprisa náttúrunnar dýrleg, eins og vér oftsinnis höfum séð á vorin, hve dýrleg mun þá upprisa manns- ins verða, eftir vetur dauðans á vordeginum eilífa. Sami blíði, algóði faðirinn stjórnar þessum árstíð- um, eins og hinum, frá vöggu til grafar, frá gröf til upprisu. Og enn minna missira-mótin oss á samanburð þeirra og æfikjara mannsins. Missirin eru einungis tvö: sum- ar og vetur. 1 gömlu íslenzku tímatali er vikum ársins skift í tvo flokka, helmingur þeirra talinn til sumars og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.